Kynning. Lipinorm er háþróað bætiefni sem inniheldur öflugar jurtir og vítamín sem hafa heilsueflandi eiginleika á mannslíkamann með einstakri virkni sinni.
Hjartað okkar hefur ýmsum afar mikilvægum hlutverkum að gegna, meðal annars viðheldur hjartað hringrás blóðsins og flutningi súrefnis og næringu um líkamann. Á hverri einustu mínútu dælir hjartað um fimm lítrum af blóði um líkama okkar og má því segja að góð hjartaheilsa sé gríðarlega mikilvæg. Vert er að huga að því að hjartaheilsa og kólesteról gildi líkamans haldast í hendur.
Hvað er kólesteról?
Kólesteról er ein tegund blóðfitu sem gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum. Allar frumur líkamans þurfa á kólesteróli að halda fyrir eðlilega starfsemi líkamans en það er m.a. mikilvægt til myndunar frumna og hormóna. Ásamt því þarf líkaminn kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna, svo sem testósteróns og estrógens. Kólesteróli má skipta í heildarkólesteról, HDL- kólesteról, LDL- kólesteról og þríglýseríð. HDL- kólesteról er oft kallað ‚góða kólesterólið‘ en það er okkur nauðsynlegt og hjálpar ýmist við að fyrirbyggja hina ýmsu kvilla. LDL- kólesteról er hins vegar oft kallað ‚slæma kólesterólið‘ en það viljum við forðast, það getur síast inn í æðavegginn og hlaðist þar upp og valdið því að æðarnar þrengjast, stífna og missa teygjanleika sinn en það hindrar eðlilegt blóðstreymi um æðarnar og eykur álag á hjartað. Ýmsir þættir geta þó haft áhrif á magn kólesteróls í blóði og er m.a. mikilvægt að huga að hollu og fjölbreyttu mataræði ásamt reglulegri hreyfingu.
Mataræði er stór þáttur í heilsu okkar
Öll vitum við að mataræði hefur gríðarlega mikið að segja til um andlega og líkamlega heilsu okkar. Mataræði skiptir hvað mestu máli þegar kemur að vellíðan en mikilvægt er að allir tileinki sér hollt og fjölbreytt mataræði. Hvað varðar kólesterólið í líkama okkar, er mataræði sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif. Með því að stilla fituneyslu í hóf, velja frekar mjúka fitu en harða og neyta grænmetis, ávaxta og kornmetis er hægt að halda kólesteról gildum í blóði í eðlilegum mæli. Að auki geta valin fæðubótarefni haft jákvæð áhrif á kólesteról gildi líkamans.
Lipinorm inniheldur öflugar jurtir og vítamín sem þykja góð heilsu okkar
Lipinorm er háþróað bætiefni á markaði sem inniheldur öflugar jurtir og vítamín. Blandan inniheldur þistilhjörtu sem innihalda virka efnið cynarin sem í þúsundir ára hefur verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína á mannslíkamann. Þistilhjörtu hafa það að markmiði að viðhalda eðlilegu kólesteról gildi í líkamanum. Þessi einstaka bætiefnablanda inniheldur að auki mónakólín K úr rauðum ger hrísgrjónum (RYR) sem eru dökkrauð grjón og hafa verið þekkt í aldanna raðir fyrir jákvæð áhrif á heilsu okkar. Að auki inniheldur Lipinorm ólífur og þíamín (B1 vítamín) sem m.a. stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum, eðlilegri starfsemi taugakerfisins og hjartans. Venjulega hækka kólesteról gildi í líkamanum með aldrinum en Lipinorm hefur það að markmiði að viðhalda eðlilegu kólesteról gildi og er því ekki úr vegi að bæta þessari einstöku vöru í daglega rútínu.
Pistillinn er unninn í samvinnu við Artasan.