-Auglýsing-

Kólesteról lækkandi lyf rýra kosti líkamsræktar

Myndir af lyfjum 008Ný rannsókn bendir til þess að statín – kólesteról lækknadi lyf, sem eru þau lyf sem einna mest er ávísað af í heiminum, geti hugsanlega rýrt kosti þess að stunda líkamsrækt sem er áreiðanlegasta leiðin til bættrar heilsu, frá þessu greinir vefútgáfa New York Times.

Það er ekki þar með sagt að fólk með hátt kólesteról eða fjölskyldusögu um hjarta og æðasjúkdóma eigi að forðast statín sem rannsóknir sýna að geti bjargað mannslífum.
Uppgötvunin gæti hinsvegar leitt til vanda fyrir lækna og sjúklinga, þar sem þeir sem hagnast mest á líkamsræktinni –kyrrsetufólk, fólk sem er yfir kjörþyngd, fólk í áhættuhóp eða miðaldra- allt hópar sem líklegastir eru til að fá ávísað statín lyfjum hugsanlega rýra kosti þess að stunda líkamsrækt.

-Auglýsing-

Hópurinn

Í þessari nýju rannsókn sem birt var í vefútgáfu The Journal of the American College of Cardiology, settu vísindamenn frá Háskólanum í Missouri og fleiri stofnunum saman hóp sem samanstóð af fólki í yfirvigt, kyrrsetufólki bæði karla og konur sem öll höfðu margvísleg einkenni um efnaskiptavandamál eins og mikið mittismál, háan blóðþrýsting eða umfram kviðfitu.

Flestir vorum með lítilsháttar en ekki hættulega hátt kólesteról.

Engin hafði æft reglulega síðastliðið ár.

- Auglýsing-

Tekið var vöðvasýni úr öllum þátttakendum og þeir látnir á hlaupabretti til að kanna þol þeirra – sem var almennt mjög lítið- og þeir samþykktu að halda áfram á sínu hefðbundna mataræði.

Þátttakendur byrjuðu síðan allir í 12 vikna æfingaprógrammi undir stöðugu eftirliti þar sem þeir heimsóttu rannsóknarstofur háskólans fimm sinnum í viku og gengu eða skokkuðu á hlaupabretti í 45 mínútur á hóflegu álagi (um 65 – 70 % af hámarksþoli hvers einstaklings).

Helmingurinn af hópnum byrjaði auk þess að taka 40 mg skammt af statín lyfi sem selt er undir nafninu Zocor.

Í lok þessa 12 vikna æfingatímabils var líkamshreysti hópsins metið og tekin vöðvasýni til skoðunar aftur.

Lyf eða líkamsrækt?

Statínlyf, eins og flest okkar vita, eru lyf sem sem hafa þann tilgang að lækka kólesteról og þá sérstaklega lágþéttni fituprótín (low density lipoprotein) eða „vonda“ kólesterólið.

Lyfjunum er venjulega ávísað til þeirra sem eru með hátt kólesteról og aðra áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma, auk þess sem sumir læknar eru þeirrar skoðunar að allir sem eru yfir 50 ára ættu að taka lyfin sem forvörn.

Mælt er með líkamsrækt í baráttunni við hjartasjúkdóma og til að lengja æviskeiðið. Það er óumdeilt að bæði statínlyf og sviti eru áhrifarík í þeirri baráttu. Í fyrri rannsóknum hefur komið fram að statín minnka hættuna á hjartaáföllum hjá þeim sem eru í mikilli áhættu, um 10 til 20%  við lækkun á kólesteróli í blóðinu um 1 mmmó/l sem jafngildir um 40% lækkun á LDL gildi (vonda kólesterólið).

- Auglýsing -

Á sama tíma hefur komið í ljós að með því að bæta líkamsþol um jafnvel örfá prósent sé hægt að minnka líkur á ótímabærum dauðdaga um allt að 50%.

Þannig má leiða að því rök að fræðilega virðist sambland af líkamsrækt og statínlyfjum færa mestan heilsufarslegan ábata.

Fram að þessari rannsókn höfðu ekki verið gerðar neinar nákvæmar rannsóknir á sambandinu milli statínlyfja og líkamsþjálfunar hjá fólki. Þegar niðurstöðurnar rannsóknarinnar lágu fyrir reyndust þær vera áhyggjuefni.

Niðurstaða

Sjálfboðaliðarnir sem fengu ekki statínlyfin bættu þol sitt verulega eftir þriggja mánaða þjálfun eða um 10% að meðaltali. Þeir sjálfboðaliðar sem fengu hinsvegar lyfin bættu þol sitt einungis um 1,5% að meðaltali og sumir höfðu reyndar minna þol í lok æfingatímabilsins en í upphafi.

Hvers vegna þetta misræmi varð á milli hópanna var ekki ljóst á yfirborðinu. Þegar vísindamennirnir skoðuðu hinsvegar vefjasýni úr vöðvum þátttakenda kom í ljós athyglisverður munur á magni ensíma sem tengjast heilbrigði frumulíffæra (mitochondria) sem tengjast orkuframleiðslu fruma. En mitochondrium fjölgar og geta þeirra eykst þegar fólk stundar líkamsrækt.

Hjá þeim sem tóku statínlyfin lækkaði hlutfall þessara mitochondría um 4,5% á meðan á rannsókninni stóð.  En þeir hækkuðu hinsvegar um 13% hjá hópnum sem ekki tók statínlyf.

Í rauninni má segja að þeir sem tóku statín fengu ekki það sama út úr æfingunum og þeir sem ekki tóku lyfið er haft eftir John P. Thyfault prófessor í næringar og æfingalífeðlisfræði í Háskólanum í Missouri og yfirmanns rannsóknarinnar.

Þessi niðurstaða bætist í lítinn en stækkandi hóp rannsókna sem gefa vísbendingar um að statín geti haft neikvæð áhrif á æfingaviðbrögð. Sem dæmi þá var nagdýrum á rannsóknarstofu gefin statín og þau dýr gátu ekki hlaupið jafn langt eins og dýr sem ekki höfðu fengið lyfið. Hjá mannfólkinu þá t.d. koma fram meiri ummerki um vöðvaskemmdir hjá maraþonhlaupurum eftir hlaup sem taka statín en hjá þeim sem taka lyfið ekki.

Ekkert gefur þó til kynna segir Dr. Thyfault að statín borgi sig ekki. Við þá sem hafa fjölskyldusögu um hátt kólesteról eða hjartasjúkdóma eða hafa sjálfir hátt kólesteról segir hann „það er engin vafi á því að statín bjarga mannslífum.“

En fyrir aðra er ávinningurinn af notkun statínlyfja flóknari í ljósi þessara niðurstaðna og annarra nýlegra uppgötvana á vísindasviðinu.

„Lítið líkamlegt þol er besta forspárgildi um ótímabæran dauða“ segir Dr. Thyfault. „Ef statín koma í veg fyrir það að fólk geti bætt líkamlegt ástand sitt með æfingum þá er það áhyggjuefni.“

Hugsanlega uppskriftin væri bætir hann við, gæti verið að fólk bætti líkamlegt þol áður en það byrjar að taka lyfin en það er eitthvað sem hver og einn þarf að gera í samráði við sinn lækni. „Það er ennþá margt sem við skiljum ekki varðandi samspil milli statínlyfja og æfinga“ er haft eftir honum.

Hér má sjá frétt New York Times um málið

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-