-Auglýsing-

Kjeld fékk nýtt hjarta á Spáni

Kjeld Holbeg PedersenDönsk fjölskylda fór í frí til Alicante og eiginmaðurinn kom heim með nýtt hjarta.

Á síðasta ári ákváðu Gitte og Kjeld Holberg Pedersen frá bænum Høng á Sjálandi að fara með fjölskylduna á sólarströnd, nánar tiltekið Alicante, en frá þessu er sagt í fjölmiðlum á Sjálandi.

Þau lögðu af stað í ferðalagið þann 21. Október og allir voru spenntir fyrir skemmtilegu sólarstrandarfríi undir suðrænum himni við Miðjarðarhafið.

En þannig gekk það ekki fyrir sig. Og eiginlega langt frá því. Draumurinn um hið fullkona frí breyttist í algjöra martröð. Þrátt fyrir að útlitið hafi verið ansi dökkt þá varð niðurstaðan á endanum sú að úr varð ekkert minna en lítið kraftaverk.

Kjeld fékk verki í bakið, sem var reynt að slá á með verkjalyfjum. Þetta dugði skammt og verkirnir versnuðu og urðu mjög slæmir, svo slæmir að hann fór að kasta upp. Í ljós kom að hann hafði fengið hjartaáfall.

Kjeld var lagður inn á sjúkrahúsið í Elche, þar sem hann fór í bráða hjartaþræðingu. Ekki tókst að ljúka aðgerðinni þar sem hin 47 ára Dani fór í hjartastopp.

- Auglýsing-

Staðan þróaðist síðan hratt á dramatískan hátt til verri vegar.

Stór blóðtappi stöðvaði blóðflæði til hjartans og Kjeld fór í síendurtekin hjartastopp sem leiddu til þess að lokum að hjarta hans gafst upp og hætti að dæla blóði um líkamann.

Hann var fluttur í snarhasti til Valencia, þar sem starfa mjög færir sérfræðingar í hjartasjúkdómum, meðal annarra hjartasérfræðingurinn Ana Maria Bel Minguez .

Á þessum tímapunkti var ljóst að ekkert gæti bjargað Kjeld annað en nýtt hjarta.

Eitt atriði var eftir og það var að fá samþykki danskra yfirvalda fyrir kostnaði við hjartaígræðsluna og grænt ljós fékkst skömmu síðar. 45 mínútum síðar var búið að finna hjarta fyrir Kjeld

Hann fékk samstundis grætt í sig hjartað og heppnaðist aðgerðin eins vel og hugsast getur.

Ana Maria Bel Minguez, hjartasérfræðingurinn sem sá um hann heimsótti hann til Danmerkur og það voru tilfinningaþrungnir gleðifundir og glitruðu tár á hvarmi.

Sex mánuðum eftir aðgerðina hóf Kjeld að vinna aftur í sínu gamla starfi.

- Auglýsing -

Spánn er það land í heiminum þar sem flestar líffæragjafir er að finna í heiminum og er ekki vafi á því að sú gjafmildi Spánverja hefur væntanlega bjargað lífi Kjelds Holberg Pedersen.

Þess má geta að á Spáni gilda reglur um ætlað samþykki eins og barist hefur verið fyrir að verði samþykktar hér á landi, en því miður hafa þingmenn ekki borið gæfu til að veita því máli framgang á Alþingi.

Myndin er úr einkasafni.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-