-Auglýsing-

Kanada: Ungt fólk í áhættu að fá hjartaáfall – sérstaklega konur

BrjóstverkirKanadísk rannsókn hefur sýnt að skima verði fyrir hefðbundnum áhættuþáttum sem og ákveðnum lýðfræðilegum þáttum til að koma í veg fyrir hjartaáföll hjá ungu fólki, þá sérstaklega konum. Kanadíski vefmiðillinn „The Gazette“ fjallaði um málið.

Þyngsli fyrir brjósti, verkur sem leiðir í gegnum vinstri handlegg eða kjálka, ógleði, mæði og kaldur sviti. Þetta eru aðalmerki hjartaáfalls, sem er ein aðal dánarorsök kvenna í Kanada – einkenni sem hægt er að koma í veg fyrir. Áhættuþættir eru mjög vanmetnir og þá sérstaklega hjá ungu fólki, bæði konum og körlum, sem eru að enda á bráðamóttökum með hjartabilun.

Meðalaldur fólks með hjartasjúkdóma er yfirleitt í kringum 64 ára aldur, en ákveðinn hluti, um það bil 25 prósent og hækkandi, eru með stíflaðar æðar við meðalaldur 49 ára, sumir jafnvel allt niður í 18 ára aldur.

Í rannsókn sem gerð var af McGill Health Centre, þá var hópurinn sem var rannsakaður með það sem rannsakendur kölluðu „mjög þunga byrgði“ af hefðbundnum áhættuþáttum. Þessir áhættuþættir voru sambland af fjölskyldusögu um hjartaáfall, sykursýki, háum blóðþrýsting og háu kólestróli, offitu og reykingum. Allt eru þetta áhættuþættir sem gefa til kynna að vel skuli fylgjast með einstaklingi.

Þessi rannsókn var gefin út í Canadian Journal of Cardiology í þessum mánuði. Rannsóknin notaði gögn frá 1050 manns á aldrinum 18 til 55 ára, sem voru lagðir inn á spítala alls staðar í Kanada frá og með 2009 með bráða kransæða kvilla (e. acute coronary syndrome), en það er yfirheiti yfir kvilla þar sem blóðflæði til hjartans stíflast.

Louise Pilote, framkvæmdastjóri lyflækningadeildar McGill University Health Centre stjórnaði rannsókninni, segir „hér eru yfir 1000 sjúklingar, sem ættu ekki að vera að fá hjartaáfall, þá sérstaklega ungar konur.“ Hún segir einnig „mjög ungar konur eru að fá hjartaáföll, hvers vegna? Það er ekki það að þær séu með dularfullt gen sem við höfum ekki fundið. Það er útaf því að þær eru með þessa hefðbundnu áhættuþætti. Þetta er ekkert grín. Þeir eru að valda hjartaáfalli“.

- Auglýsing-

Hún segir að Kanadamenn séu nú að sjá afleiðingar offitu og sykursýki sem og annarra þátta sem eru áhættuþættir fyrir hjartasjúkdóma. Pilote segir jafnframt „ég vil vekja athygli á þessu. Við erum með vandamál á okkar höndum. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“.

Rannsóknin sýnir einnig að félags- og hagfræðilega þætti megi í auknum mæli tengja við hjartasjúkdóma hjá fólki sem er í áhættuhópi á því að fá hjartaáfall snemma. Núverandi skimunar aðferðir virðast ekki vera að ná að skima fyrir þessum hópum.

Til viðbótar við að vera í áhættuhópi fyrir því að fá sjúkdóminn (offita, fjölsyldusaga, sykursýki o.s.frv.) þá voru um 50% kvennanna í rannsókninni með takmarkaða menntun, einn þriðji var með lága innkomu og önnur 30% atvinnulaus.

Leslee Shaw, meðstjórnandi á Emory Clinical Cardiovascular Research Institute í Emory University School of Medicine í Atlanta, segir að þessi rannsókn sýni að augljóst er að glufu sé í því að finna og meðhöndla kransæðasjúkdóma, sérstaklega hjá yngra fólki og þá sérstaklega ungum konum. „Gætum við hafa komið auga á þessa einstaklinga sem eru í áhættuhópi fyrr og komið í veg fyrir hluta af þessum kransæðatengdu uppákomum?“

Hjartasjúkdómar og heilablóðfall er dánarorsök um sjö sinnum fleiri kvenna heldur en brjóstakrabbamein samkvæmt Kanadísku hjarta og heilablóðfallssamtökunum. Einkenni hjá konum eiga það til að vera öðruvísi en hjá körlum. Margar upplifa ekki þennan mikla brjóstverk. Í könnunum sem gerðar hafa verið af Bandarísku hjartasamtökunum, þá segja konur að læknar nefni sjaldan við þær kransæðaáhættu (e. coronary risk) og telji einkennin frekar tilheyra ofsakvíða röskun, stressi eða öðru.

Louise Pilote kallar eftir skimunarprógrammi fyrir hjartasjúkdóma, svipað og ristilspeglun og brjóstakrabbameinspróf sem ríkistjórnin þar í landi hefur fjármagnað og miða að því að koma snemma auga á ristil og brjóstakrabbamein.

„Við þurfum að standa okkur betur í að greina og meðhöndla hjartasjúkdóma áður en það er of seint“ segir Pilote. Þessar skimunaraðferðir ættu að taka tillit til þess að sjúkdómurinn kemur fram hjá einstaklingum sem eru oft fátækari, með minni menntun og minni félagslegan stuðning, segir hún.

Hér má finna upprunalegu fréttina um málið á vef The Gazetta.

- Auglýsing -

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-