-Auglýsing-

Kærleikshópurinn aftur að verki

Dularfulli kærleikshópurinn á Patreksfirði hefur enn á ný látið á sér kræla. Í morgun þegar íbúar fóru á stjá fundu þeir gjöf á bílum sínu eða við heimili sitt. Frá þessu segir á patreksfjordur.is

Var um að ræða fallega innpakkað rautt hjartakerti og fylgdi orðsending gjöfinni.

Orðsendingin hljóðaði svo:
” Með kærleika og gleði í hjarta færi ég þér þetta kerti.
Settu vatn í skál og kertið ofan í, sestu svo niður á rólegum stað og tendraðu ljósið, fyrir vonina, trúna og kærleikann. Hallaðu þér aftur og lokaðu augunum, sendu fallegar hugsanir til fjölskyldu, vina, ættingja og allra þeirra sem þurfa á hlýjum hugsunum að halda. Með þessu fyllum við loftið af kærleika og umhyggju fyirr náunganum.
Kærleikurinn er ljósið sem býr í hjarta þínu og höfum það að leiðarljósi að kærleikur er að gefa þeim sem þarfnast.

kærleikskveðja F.f.”

- Auglýsing-

Ekki er vitað hvað F.f. þýðir en leynihópurinn eða kærleikshópurin þykir afar kærkomin tilbreyting og segir fréttaritari Tíðis að öll þorp og bæir á Íslandi þyrftu á svona kærleiksríkum og gefandi hópi að halda.

www.ruv.is 22.10.2009

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-