-Auglýsing-

70 til 100 uppsagnir á Landspítala?

BEINAR uppsagnir á Landspítalanum gætu orðið 70 til 100 að sögn Björns Zoëga, forstjóra sjúkrahússins. Í pistli sem hann ritar á vefsíðu Landspítalans kemur fram að Björn telur að sparnaðaraðgerðir sem hófust í september sl. muni skila rúmlega 1,5 milljörðum í sparnaði og aðrar aðgerðir nærri 1,7 milljörðum til viðbótar.

Alls mun þetta leiða til fækkunar sem nemur 170-200 störfum. „Fyrsta skoðun okkar á fjárhagsáætlun næsta árs sýnir að þær aðgerðir sem við hófum nú í september síðastliðnum munu skila okkur rúmlega 1,5 milljörðum í sparnaði. Frekari breytingar í þjónustu og samdráttur, m.a. í sumarafleysingum, yfirvinnu, lokun ákveðinna deilda og breytingar á störfum munu skila okkur nálægt 1,7 milljörðum til viðbótar.

Við höldum að þetta muni leiða til fækkunar sem nemur 170-200 störfum en vonum að ekki þurfi að segja upp öllum þessum fjölda. Með því að nýta okkur starfsmannaveltu spítalans ættu beinar uppsagnir að verða færri, eða á bilinu 70-100. Vinna við útfærslu á þessum tillögum stendur enn,“ segir hann.

Björn segir að framkvæmdastjórn Landspítalans vinni nú að áætlun um reksturinn miðað við fyrirliggjandi fjárlög. Í þeirri vinnu er hugað að verkefni spítalans í heild en ekki hver áhrifin verða á mismunandi stéttir.

Í pistlinum þakkar Björn einnig starfsfólki Landspítalans fyrir frábæra framgöngu í flensufaraldrinum.

www.mbl.is 27.10.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-