-Auglýsing-

Jónas: Síðasti dagur í bið á Landspítalanum

Jóonas HelgasonVið höfum fylgst með bið Jónasar eftir hjartaaðgerðinni á Landspítalanum og við erum komin að síðasta deginum í bið fyrir aðgerð. Jónas er farinn að velta fyrir sér aðgerðartækninni á hugsanlegu „hátæknisjúkrahúsi“

9. júní 2013
Allt bendir til þess að ég fari í langþráða aðgerð í fyrramálið, þessari bið minni fari að ljúka og ég komist út í sumarið og endurhæfinguna.

-Auglýsing-

Það hefur varla dulist ykkur að ég hef horft dálítið í kringum mig þessa daga, og ýmislegt komið mér á óvart. Í þessum síðasta pistli fyrir aðgerðina langar mig að draga saman helstu hugrenningar mínar síðustu daga. Að því loknu reikna ég með að hvíla Facebook þangað til ég hef náð einhverjum kröftum síðar í vikunni.

Ég bíð enn eftir því að Kristján Þór Júlíusson líti til mín, en ég hafði hugsað mér að kynna honum niðurstöðurnar fyrst, svona áður en hann sér þær á matseðli þingmanna eða kannski málaðar á steina úti í náttúrunni.

Kristján Þór – það þarf að byggja nýtt sjúkrahús og byrja á því strax. En í guðanna bænum hættum að tala um “hátæknisjúkrahús”. Ég hef heyrt á fólki að það telur það eigi að fara að byggja einhverja geimstöð þar sem róbótar sjá um öll helstu verkin og þetta séu bara einhverjar draumórahugmyndir, flottheit eða tilraunastöð fyrir tækninörda. Þetta eru menn ekki tilbúnir að borga fyrir. Tölum bara um “Nýjan Landsspítala” því það leynist engum að í nýju sjúkrahúsi verða nýjustu og bestu tækin og hann muni þjóna öllu landinu.

Með orðinu “hátækni” lítur út fyrir að tækin séu það sem allt snýst um en ekki endilega starfsfólkið. Tækin eru auðvitað nauðsynlegt, en sjúkrahús stendur ekki undir nafni nema þar sé besta starfsfólkið sem völ er á. Þetta fólk eigum við, og það er að vinna hjá okkur – ENNÞÁ. Sem landafræðikennari þykir mér alltaf gaman að ræða um lönd og þjóðir, lífsreynslu og ferðalög, en þessa daga sem ég hef verið hér á Landsspítalanum finnst mér óþægilega oft talað um Noreg þegar mér er gengið framhjá kaffistofu starfsfólks.

- Auglýsing-

Kristján Þór – það er aðeins ein leið til að halda í gott starfsfólk og þú veist vel hver hún er! Nú er það þitt verkefni að finna út hvernig við getum gengið þá leið.

Ég er nú kominn í undirbúningsferli fyrir aðgerð. Í kvöld mun skúringavélmennið sótthreinsa mig og sjálfvirka rakvélin raka helstu aðgerðarsvæði með flugbeittum háhraðahnífum. Svo kemur róbót í fyrramálið og færir mig milli deilda. Þar bíður tölvustýrð sög eftir að rista sundur á mér bringuna (sé fyrir tölvustýrðu plötusögina í Húsamiðjunni) þegar þrýstiloftsknúni rotarinn er búinn að svæfa mig. Loks sé ég fimm vélstýrða arma ráðast inn um gatið… nei nú hætti ég áður en þarf að þiggja kvíðastillandi töfluna sem ég neitaði mér um í morgun.

Guði sé lof fyrir gott starfsfólk – ég veit ég er í góðum höndum.

PS – þið megið alveg halda áfram að deila þessu á Kristján, sem og starfsfólkið hér á Landsspítalanum. Ég er samt ekki að skrifa þetta í von um einhverja sérþjónustu, ég sé hér er farið jafnvel með alla!

Jónas.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-