-Auglýsing-

Íþróttamenn og hjartað

Mikið hefur verið rætt og ritað um hjartasjúkdóma meðal íþróttamanna á síðustu árum. Þótt hjartasjúkdómar séu ekki algengari meðal íþróttamanna en annarra einstaklinga geta afleiðingar sjúkdómsins verið alvarlegri. Sumir hjartasjúkdómar geta verið einkennalausir árum saman þar til þeir leiða skyndilega til alvarlegrar hjartsláttartruflunar sem kemur fram við líkamlega áreynslu. Slík hjartsláttartruflun getur valdið skyndidauða og er í sumum tilvikum fyrsta einkenni sjúkdómsins.

Sem betur fer er skyndidauði við líkamlega áreynslu meðal ungra íþróttamanna sjaldgæft fyrirbæri. Hvert einstakt tilvik er harmleikur enda um að ræða ungt fólk í blóma lífsins. Bandarískar tölur benda til þess að 1-2 af hverjum 200.000 íþróttamönnum deyi skyndilega við íþróttaiðkun sína vegna undirliggjandi hjartasjúkdóms sem ekki hefur greinst. Margir telja þó að vandamálið sé enn algengara. Í Bretlandi er talið að tólf ungir einstaklingar deyi í hverri viku vegna hjartasjúkdóms sem ekki hefur greinst áður.

Skyndidauði meðal ungra í þróttamanna er mun algengari meðal karla en kvenna. Í Evrópu hafa flest tilvikin verið í knattspyrnu en í Bandaríkjunum í körfubolta og bandaríska fótboltanum. Fréttir af slíkum atburðum hafa oft mikil áhrif á samfélagið enda gjarnan um að ræða þekkta einstaklinga sem vakið hafa aðdáun fyrir afrek sín og líkamlegt atgervi.

Hægt er að sjá umfjöllunina um íþróttamenn og hjartað í heild sinni á vef Hjartamiðstöðvarinnar.

www.hjartamidstodin.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-