-Auglýsing-

Innkölluð lyf Actavis ekki seld hér

Actavis hefur innkallað hátt í 70 lyfjategundir sem framleiddar voru í einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Málaferli eru yfirvofandi þar í land. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þau lyf sem Actavis selur hér á landi séu flest innlend framleiðsla eða framleidd í Evrópu. Íslendingar þurfi því ekki að hafa áhyggjur af þeim lyfjum sem innkölluð voru í Bandaríkjunum.

Rannveig segir enga ástæðu til að skoða framleiðslu Actavis hér á landi sérstaklega í kjölfar þessara frétta.

Í fréttum Sjónvarpsins í gær kvöld var sagt frá því búið væri að höfða sex hópmálssóknir gegn Actavis í Bandaríkjunum vegna hjartalyfs sem fyrirtækið tók af markaði þar í vor. Fram kom að of mikið hefði verið að digoxíni í lyfinu. Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítala, segir lyfið vandmeðfarið. Sé of mikið gefið af því geti það valdið lífshættulegum takttruflunum.

Heyra má umfjöllun fréttastofu Rúv hér

Sjá má umfjöllun fréttastofu sjónvarps hér

www.ruv.is 06.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-