-Auglýsing-

Hreyfingarleysi stærri áhættuþáttur hjartasjúkdóma en reykingar og offita hjá konum yfir þrítugt

Hreyfing
Hreyfing

Hreyfingarleysi gæti verið stærri áhættuþáttur hjartasjúkdóma hjá konum yfir þrítugu, heldur en offita, reykingar og hár blóðþrýstingur samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Ástralíu. Rannsóknin birtist í tímaritinu The British Journal of Sports Medicine.

Rannsóknin var langtímarannsókn sem skoðaði heilsu kvenna yfir 20 ára tímabil. Hún var gerð á 32.154 áströlskum konum í þremur aldurshópum: fæddar á árunum 1973-1978, 1946-1951 og 1921-1926. Notast var við stærðfræðiformúlu sem gefur til kynna hlutfallslega minnkun sjúkdóms sem hægt væri að ná fram í ákveðnu þýði ef ákveðnum áhættuþáttum væri eytt. Þessi formúla kallast P.A.R (population attributable risk).

-Auglýsing-

Á heimsvísu eru það fjórir áhættuþættir sem eru ástæða rúmlega helmings tilfella af hjartasjúkdómum, sem er stærsta dánarorsökin í ríkari löndum heims. Þessir áhættuþættir eru reykingar, hár blóðþrýstingur, hreyfingarleysi og að vera í ofþyngd, offitu.

Rannsakendur komust að því að áhrif algengustu áhættuþátta hjartasjúkdóma – reykinga, of hás blóðþrýstings, hreyfingarleysis og ofþyngdar – eru mismunandi eftir aldri.

Til að mynda voru reykingar áhrifamesti áhættuþáttur hjartasjúkdóma hjá konum undir þrítugt. Það að hætta reykja myndi minnka hættuna á hjartasjúkdómi tvöfalt miðað við það að minnka líkamsþyngdarstuðulinn.

Fyrir konur á sjötugsaldri þá myndi það að vera líkamlega virkur, hreyfa sig, lækka P.A.R stuðulinn um þrisvar sinnum það sem það að hætta að reykja myndi gera, og myndi líka lækka hann töluvert meira heldur en lækkaður blóðþrýstingur eða það að komast í kjörþyngd.

- Auglýsing-

Rannsakendur segja að hættur þess að hreyfa sig ekki séu vanmetnar og að mikilvægt sé að vinna gegn hreyfingarleysi í samfélaginu.

Wendy J. Brown, prófessor í heilsu við Háskólann í Queensland, meginrannsakandi rannsóknarinnar segir þetta vera áminningu fyrir konur á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri að hreyfa sig, og ef þær séu nú þegar að hreyfa sig – að hreyfa sig meira.

Rannsakendurnir áætla að ef konur á aldursbilinu 30 til 90 ára myndu ná þeim hreyfingar viðmiðum sem mælt er með vikulega, sem er um 150 mínútur af miðlungs erfiðri hreyfingu, þá myndi það bjarga lífi allt að 2000 kvenna í Ástralíu á hverju ári.

Thembi Nkala, yfir hjartahjúkrunarfræðingur hjá Bresku Hjartasamtökum segir að þessi ríkjandi áhrif sem hreyfingarleysi getur haft á hjartasjúkdóma sýna að meira þarf að aðhafast til að stuðla að reglulegri hreyfingu hjá konum. Hún segir jafnframt að þó að hreyfingarleysi sé stór áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma, þá sé mikilvægt að muna eftir öðrum áhættuþáttunum líka eins og reykingum, háum blóðþrýsting, offitu og háu kólestróli. Hún segir það mikilvægt að hafa stjórn á þessum þáttum líka þar sem því fleiri áhættuþætti sem þú ert að glíma við, því meiri líkur eru á hjartasjúkdómum.

Þýtt og endursagt af The New York Times, blog og The Independant.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-