-Auglýsing-

Ég syndi móti straumi

shutterstock_84505087 (2)Á stundum þegar mótlætið er mikið rifar maður seglin, hægir ferðina, leitar hugsanlega vars og bíður af sér mótvindinn, sleikir sárin, safnar kjarki og þreki.

Á laugardaginn kviknaði smá vonarneisti um að hugsanlega væri komin einföld skýring á þrekleysi mínu og miklum einkennum. Það er nefnilega þannig að ég hef fengið lyfin mín skömmtuð í þar til gerðum pokum sem eru afar handhægir og einfalda þá hlið veikindanna mikið, en um leið þá missir maður dálítið tenginguna við hvað er nákvæmlega verið að gefa manni og hvernig.

-Auglýsing-

Ég fylgist almennt mjög vel með þessu og hef kvartað dálítið við apótekið mitt að undanförnu að mér finnist allar töflur vera orðnar hvítar og erfitt að greina hvað er hvað. Þegar eitthvað bjátar á með heilsuna þá veltir maður við hverjum steini.

Ég tek 15 mismunandi tegundir af lyfjum á dag eitthvað um á milli 25 til 27 töflur samtals. Fyrir nokkrum dögum varð ég var við að allt í einu væri komin hálf tafla að einhverju í pokann minn sem ég kannaðist ekki við og velti fyrir mér hverju hefði verið breytt. Þegar ég skoðaði pokana á laugardaginn leit út eins og ég væri að fá tvöfaldan skammt af einu lyfinu sem hefði útskýrt nokkurn veginn upp á hár líðan mína. Það var mikill vermir í þeirri hugsun að mögulega væri skýringin röng lyfjagjöf en ekki hrakandi heilsa. Málið var að þetta var töluvert óskýrt á pokanum og með góðum vilja auðvelt að misskilja.

Ég varð svo glaður að finna kannski þessa lausn en ákvað að bíða aðeins með að vera með mikil læti þangað til ég yrði fullviss. Seinni partinn í gær var ég orðin nokkuð viss um að því miður þá væri þetta ekki svona. Þessum möguleika var því ekki til að dreifa fyrir mig, mér til mikilla vonbrigða. Það hljómaði nú eiginlega of gott til að vera satt að lyfjaskömmtunin mín hefði verið vitlaus. En í einn dag barðist vonin um í brjósti mér og ég sá fram á betri líðan en vonin brást.

Ég þurfti því að rifa seglin mín í gær og leita vars, fylgja þar með fordæmi mér reyndari manna hvernig bregðast skal við ágjöf. Þetta hef ég gert síðan mér varð ljóst að skýringin ætti sér dýpri rætur og nú bíð ég bara eftir að hann hægi vindin úti við. Sleiki sárin, safna kjarki og þreki. Svo tek ég í hendina á Mjöllinni minn og við höldum áfram með lífið okkar.

- Auglýsing-

Því eins og fiskurinn Dóra segir svo eftirminnilega við hann Nemo úr samnefndri teiknimynd „Og hvað gerum við svo þegar lífið hefur leikið okkur grátt? Við syndum áfram, við syndum áfram“ og það ætlum við Mjöll að gera. Við syndum áfram á móti straumi.

Verum góð við hvort annað og sýnum hvort öðru umhyggju, við þurfum öll á því að halda.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-