-Auglýsing-

Hófleg neysla á dökku súkkulaði dregur úr hjartabilunum

Sænskar konur sem borðuðu einn til tvo skammta af dökku súkkulaði á viku fengu í einum þriðja tilfella sjaldnar hjartabilun en þær sem borðuðu ekki þetta magn af súkkulaði. Samkvæmt rannsókninni voru engin varnaráhrif fyrir þær konur sem borðuðu súkkulaði á hverjum degi eða nánast á hverjum degi.

Rannsóknin birtist um miðjan ágúst í tímaritinu Circulation: Heart Failure. Tíðni hjartabilunar var skoðuð í 31.823 sænskum konum á aldrinum 48-83 ára sem höfðu fyllt út spurningarlista um mataræði, fylgst var með konunum á árunum 1998-2006.

-Auglýsing-

Konur sem borðuðu einn til þrjá skammta af súkkulaði á mánuði voru með 26% færri tilfelli hjartabilana og þær sem borðuðu einn til tvo skammta á viku voru með 32% færri tilfelli.

Fræðingar leiða líkur að því að efni í súkkulaðinu lækki blóðþrýstinginn og dragi því úr áhættu á hjartabilun.

Þær konur sem komu best út úr rannsókninni borða einn til tvo skammta, sem eru 19 til 30 grömm, af dökku súkkulaði á viku. Dökkt súkkulaði í Svíþjóð inniheldur a.m.k. 30% kakó.

Morgunblaðið 25.08.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-