-Auglýsing-

Höldum nándinni, tölum saman

NándOft er það þannig að hjartaveikindi ber brátt að. Fyrir maka þess sem veikist er þetta erfiður tími og engin leið að undirbúa sig undir það að takast á við að að lífi maka mans sé hugsanlega ógnað. Í kjölfar slíkra veikinda tekur oft við ferli sem er mislangt þar sem hugsanlega þarf að fara í gengum aðgerðir, erfiða meðferð og endurhæfingu. Leiðin til bata getur verið þyrnum stráð og þetta er erfitt ferli.

Ég vildi að ég hefði vitað hvað var að gerast þegar ég var að berjast við það hvað ég ætti eiginlega að gera við tilfinningar mínar sem ég mátti ekki deila með Bjössa þegar hann var sem veikastur. Það voru svo margir sem sögðu mér að ég mætti ekki deila erfiðum tilfinningum með Bjössa þar sem hann væri bara að díla við nóg. Ég vissi að þetta væri rangt en ég vissi ekki af hverju. Núna veit ég það. Ég get svo sem sætt mig við að ég þurfi að einhverju leyti að vernda sjúklinginn fyrir mínum erfiðleikum á meðan hann er sjálfur að berjast fyrir lífi sínu inni á spítala. En meira má það eiginlega ekki vera. Málið er þetta:

Ég er með manni sem ég hef valið að eyða lífi mínu með. Það þýðir að hann er sá sem ég hef kosið að deila erfiðleikum með og gleði, tilfinningum og upplifunum, merkilegu og ómerkilegu og öllu sem ég fer í gegnum. Þegar þessi maður er tekinn frá mér og lagður inn á spítala þá sit ég eftir ein heima með tómt hús og engan besta vin til að tala við. Það er ekki bara það að ég hafi misst líkamlega nálægð við hann heldur einnig tilfinningalega nálægð.

Ég hætti að deila rúmi, ég hætti að deila tilfinningum og þar sem lífið er allt undirlagt sjúkdómi hans þessa daga þá hætti ég að deila daglegu lífi með honum líka. Þetta er samt það sem skilgreinir nálægð okkar. Hvernig heldur maður í nálægðina þá ef ekki er hægt eða ekki má deila því sem gerir okkur náin? Hvenær er rétti tíminn til þess að setjast svo niður og segja frá hvernig mér hefur liðið og kannski líður enn? Hvenær er hann orðinn nógu hress til að fá updeit? Hvað ef tíminn líður bara og önnur mál taka við? Myndast ekki fjarlægð á milli okkar ef við deilum ekki lífi og tilfinningum þegar mest reynir á?

Ég veit ekki hvað er rétt að gera í þessu en ég kýs að deila. Ég kýs að sýna manninum mínum þá virðingu að ákveða ekki fyrir hann að hann geti ekki tekist á við það sem ég er að fara í gegnum. Við deilum því góða en við deilum líka því slæma. Ég tekst á við hjartaástandið hans og hann tekst á við hjartaástandið mitt.

Höldum nándinni, tölum saman!

- Auglýsing-

Hjartans kveðjur

Mjöll

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-