-Auglýsing-

Hljómborðsleikari Lynyrd Skynyrd látinn

Billy Powell, fyrrum rótari og hljómborðsleikari bandarísku rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, lést í gærmorgun á heimili sínum á Flórída. Talið er að banamein hans hafi verið hjartaáfall. Powell var 56 ára. 

Powell hringdi í lögregluna í gærmorgun og sagðist eiga erfitt með að anda og sér liði illa. Þegar lögreglan kom á staðinn var Powell látinn.  

-Auglýsing-

Lynyrd Skynyrd var ein helsta þungarokksveitin í Bandaríkjunum á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar en frægasta lag sveitarinnar er Sweet Home Alabama. Árið 1977 fórst flugvél, sem hljómsveitin notaði á hljómleikaferðalagi og með henni þrír úr hljómsveitinni, þar á meðal aðalsöngvarinn Ronnie Van Zant. Powell slasaðist alvarlega.

Powell var upphaflega rótari hljómsveitarinnar en var ráðinn hljómborðsleikari árið 1972. Eftir flugslysið stofnaði Powell og aðrir, sem lifðu af, hljómsveitina Rossington-Collins Band. Síðar tók Powell þátt í endurreisn Lynyrd Skynyrd ásamt Johnny Van Zant, bróður Ronnies.

www.mbl.is 29.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-