-Auglýsing-

Hleypur fyrir Hjartaheill með nýtt hjarta

„Ég ætla að fara heila tíu kílómetra,“ segir Kjartan Birgisson sem fyrir einungis ári síðan fékk nýtt hjarta grætt í sig. Kjartan sem þurfti að taka á öllum sínum til þess eins að ganga fyrstu dagana eftir aðgerðina stefnir nú á að hlaupa tíu kílómetra á undir 90 mínútum í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, laugardag. Kjartan safnar áheitum fyrir Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga og hvetur fólk til þess að styðja við samtökin. 

„Eftir viku þá er liðið eitt ár frá því að ég fékk ígrætt nýtt hjarta og munurinn á getunni er gígantískur. Það er hreint með ólíkindum
hvað bati getur verið mikill á ekki lengri tíma,“ segir Kjartan. „Fyrir ári síðan þegar ég var að fara æfingagöngur heima hjá mér labbaði ég 400 metra hring og hvíldi mig í klukkutíma. Ég svaf í klukkutíma á eftir afþví að ég var alveg sprunginn.“

Kjartan segist afar þakklátur landssamtökum hjartasjúklinga og að hann langi til þess að gefa eitthvað til baka. Hlaupið á morgun sé ein leið til þess. Á heimasíðunni hlaupastyrkur.is má nálgast frekari upplýsingar um áform Kjartans sem og annarra sem safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. „Við erum auðvitað svolítið að reyna að vekja athygli á því hvað það munar miklu fyrir okkur sjúklingana að fá bót meina okkar,“ segir Kjartan sem leggur áherslu á hversu miklu máli það skipti að hér á landi sé starfrækt öflug deild fyrir sjúklinga sem bíði eftir nýjum líffærum. „Hvort sem það eru hjartasjúklingar, nýrnasjúklingar eða lungnasjúklingar þá er alltaf vöntun á líffærum. Ég er ekki síður að vekja athygli á málstaðnum sem slíkum.“

Aðspurður um það hvernig þjálfun hafi farið fram síðasta árið segir Kjartan: „Þjálfunin hefur í raun staðið yfir alveg frá fyrsta degi þegar ég settist fyrst upp sólahringi eftir aðgerðina. Svo hef ég einnig stundað æfingar í Elliðaárdalnum sem er í grennd við heimili mitt.“ Kjartan segist ekki ætla sér of mikið í maraþoninu, hann muni ganga stóran hluta af leiðinni, „en ég vonast hinsvegar til þess að geta hlaupið stoltur í mark.“

www.dv.is 19.08.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-