-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Garmin Venu heilsuúr

Þarna fagna ég því að hafa hjólað 1300 km í sumar samkvæmt skrásetningu Garmin Venu heilsuúrsins

Í sumar hef ég notið þess að hjóla fyrir hjartað á CUBE rafmagnshjóli um stíga borgarinnar og út um land. Þetta er frábært verkefni þar sem ég er í samstarfi við TRI reiðhjólaverslun og Garmin búðina. Til að geta svo skrásett ferðir mínar og fylgst með hjartslættinum hef ég notað Venu heilsuúr frá Garmin.

Áður en ég byrjaði að hjóla notaði ég heilsuúrið til að fylgjast með hjartslætti, svefnmynstri og súrefnismettun. Það er skemmst frá því að segja að ég hef haft mjög gaman að skoða og stúdera niðurstöðurnar og maður fær innsýn í starfsemi líkamans þar sem tilfinningin ein hefur ráðið oft á tíðum. Auk þess hefur þetta hjálpað mér að skipuleggja hvíldina mína og gert mig meðvitaðri um hvernig líkami minn bregst við mismunandi aðstæðum og álagi.

Þegar ég síðan byrjaði að hjóla í sumar þá fékk ég að kynnast enn einni hliðina á úrinu en það var að skrásetja hjólaferðina þ.e. tíma, vegalengd, hraða og hvaða leið var farinn auk þess að fylgjast með hjartsláttartíðni. Þetta var merkilega einfalt í notkun. Ég var búinn að stilla úrið fyrir hjólreiðar og í upphafi ferðar setti ég í gang og svo hjólaði ég. Þegar ég stoppaði til að kasta mæðinni eða njóta útsýnisins þá einfaldlega stoppaði úrið skrásetningarnar um stund en fór sjálfvirkt af stað þegar ég steig aftur á fákinn. Þegar ég var svo búinn með túrinn þá sendi úrið upplýsingarnar sjálfkrafa í Strava appið og þar fékk ég dýrmætar upplýsingar um ferðina í smáatriðum.

Úrið býður upp á eftirfarandi möguleika svo dæmi sé tekið.

  • Fylgist með líkamsorku (BODY BATTERY)
    Þannig að þú getur fylgst með hvenær besti tímin er til þess að æfa eða hvílast
  • Öndunarskráning
    Fylgist með og skráir öndun yfir daginn, í svefni og í öndunar og yoga æfingum.
  • Pulse ox nemi
    Skráir súrefnismettun yfir daginn og á meðan þú sefur til þess að sjá hversu vel líkaminn þinn tekur upp súrefni.
  • Svefnskráning
    Skiptir svefninum þínum niður í lausan, djúpan og REM svefn og gefur þér góða heildar mynd af svefni næturinnar. Skráir einnig upplýsingar um súrefnismettun og öndun.
  • Skráning tíðahrings
    Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins. Fáðu tilkynningar og meira í úrið með því að hlaða niður Connect IQ appinu
  • Streituskráning
    Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.
  • Drykkjarskráning
    Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.
  • Innbyggður púlsmælir
    Tekur reglulega stöðuna á hjartslættinum og lætur þig vita ef púlsinn er hár á meðan þú ert í hvíld. Einnig hjálpar hann við að sýna hversu vel þú tekur á því á æfingum.
  • Snjalltilkynningar
    Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og aðrar viðvaranir í úrið þegar það er tengt við samhæfðan snjallsíma. Einnig geturðu svarað textaskilaboðum ef úrið er tengt við Android™ síma.
  • Öryggið við höndina
    Fyrir aukið öryggi geturðu leyft fólki að fylgjast með ferðum þínum og einnig geturðu látið senda staðsetninguna þína á neyðar tengilið ef eitthvað óeðlilegt kemur uppá. (Virkar þegar úrið er tengt við snjallsíma)
  • Garmin pay™
    Notaðu snertulausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum. (Virkar með ákveðnum kortum)

Það er skemmtilegt að segja frá því að í eitt skipti þá var ég heldur klaufalegur á hjólinu þegar ég fór út fyrir hjólastíginn og út í grýtta fjöru. Þetta þýddi að hjólið hoppaði og skoppaði og ég var nærri dottinn. Úrið skynjað að ekki var allt með felldu og innan skamms barst heilmikið væl. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á því sem var að gerast en áttaði mig fljótlega á því að þetta var úrið að láta vita að ég hefði lent í óhappi. Í kjölfarið sendi ég konu minni skilaboð um að ég væri í lagi en hún var þá búinn að fá tilkynningu frá úrinu að ég hefði lent í klandri.  Þetta kom mér mikið á óvart en sannar svo ekki verður um villst að þetta virkar frábærlega og er mikið öryggi og ekki síst fyrir okkur hjartafólk.
Við þetta má bæta að Venu heilsuúrið gagnast fyrir alla útivist en ekki bara hjólreiðar.

Þó sumarið sé liðið er ég ennþá að hjóla og nýt hverrar stundar. Ég reyni að fara út í hvert skipti sem veður leyfir og vonandi verður veðrið hagfellt og ég geti tekið Léttfeta minn út og viðrað langt fram eftir hausti.

- Auglýsing-

Hér fyrir neðan er myndskeið um eiginleika úrsins.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-