-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Á aðventu

Aðventan býr yfir miklum sjarma og ekki síst á hjóli.

Þrátt fyrir heimsfaraldur og náttúruhamfarir hefur veðrið hér á höfðborgarsvæðinu verið hagstætt til hjólreiða síðustu vikurnar. Eftir kuldakast og fljúgandi hálku brast á með blíðviðri sem stóð meira eða minna í 10 daga og ég hef notið þess að hjóla fyrir hjartað á mínum rafmagns hjólhesti.

Í mínum villtustu draumum hefði ég aldrei spáð því að vera úti að hjóla nánast daglega á aðventu. En rafmagnshjól eru aldeilis frábær tæki fyrir fólk eins og mig. Hjartabilaðan með takmarkaða afkastagetu hjartans og gangráð/bjargráð. Samstarfið við hjólreiðaverslunina TRI hefur verið frábært og þetta hefur verið stórkostlegur tími frá því 2 júlí þegar ég fékk Léttfeta minn í hendur. Þess má geta að Léttfeti er af gerðinni Cube Nature Hybrid. Okkur hefur komið sérlega vel saman og ekkert komið upp á.

Í lok október settu þeir hjá TRI nagladekk undir hjólið fyrir mig og þau komu sér aldeilis vel í hálkunni sem var víða um bæinn fram að þessum frábæra hlýindakafla sem ríkti nú í desember.

Nagladekkin komu mér mjög á óvart og ég hefði satt best að segja ekki trúað því að óreyndu hvað gripið var gott og hjólið stöðugt þrátt fyrir fljúgandi hálku á köflum. Þetta kallaði þó á að fara varlega en allt gekk þetta vel og hálkan var fljót að hverfa þegar hlýnaði.

Síðan hefur þetta verið dásamlegt. Suma daga hefur blásið svolítið en þar njóta eiginleikar rafmagnsins sín sérstaklega vel. Brekkur og mótvindur er engin fyrirstaða á slíkum farskjóta og hefur það gert mikið fyrir mann eins og mig.

Ég hef notað hjólatúrana til að skoða jólaljósin og hefur það gefið ferðum mínum skemmtilegan blæ og gerir þær hátíðlegar og hugurinn reikar gjarnan til löngu liðinna daga þegar ég var að alast upp í Borgarfirðinum. Þetta hafa verið sérlega skemmtilegar ferðir og gefið mér mikið.

- Auglýsing-

Hjólreiðarnar gera ekki bara mikið fyrir líkamann heldur fær andleg líðan að njóta þess líka. Ég er léttari í skapi og allur öruggari með mig. Ég finn hvað þetta er að gera mér gott og eftir að hafa nánast lítið sem ekkert getað gert í um sautján ár þá er þetta mikil breyting á lífinu og lífsgæði mín hafa öðlast nýja vídd.

Niðurstaðan þessa síðustu sex mánuði er sú að þann 20 desember hafði ég hjólað samtals 2400 km frá því 2 júlí. Eitthvað sem ég hefði talið óhugsandi að óreyndu fyrir ekki svo löngu síðan. En þetta er niðurstaðan. Það eina sem ég hafði að markmiði í upphafi var að fara rólega af stað en reyna að fara sem oftast þegar veður leyfði. Þetta er dálítið eins og gátan um það hvernig maður borðar fíl? Það er í sjálfu sér ekki mjög flókið. Með því að taka einn bita í einu.

Verum góð við hvort annað um hátíðarnar og pössum vel upp á sóttvarnir.

 

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-