-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað

Ferðbúin rafmagnshjól.

Það er staðreynd að algjör bylting hefur átt sér stað í hjólreiðamenningu landans á síðustu örfáu árum. Hjólastígar eru út um allt og aðstæður orðnar allar hinar bestu. Það er gleðilegt að segja frá því að nú í sumar förum við hér á hjartalif.is í sérlega skemmtilegt verkefni sem við höfum kallað “Hjólað fyrir hjartað”.

Unnið hefur verið að því að koma verkefninu af stað síðustu mánuði og stendur verkefnið út ágústmánuð í upphafi. Til þess að þetta geti orðið að veruleika höfum við gengið í samstarf við fjölmarga aðila sem ætla að vera með okkur í sumar. Fyrst ber að nefna TRI sem er að öðrum ólöstuðum með eitt mesta úrval af reiðhjólum við allra hæfi í verslun sinni á Suðurlandsbraut.

Eitt af því sem TRI ætlar að gera er að lána undirrituðum rafmagnshjól sem ég ætla að prófa og segja ykkur frá. Þess ber að geta að ég er með hjartabilun og á 16 árum hefur öll endurhæfing verið ansi brösótt og tilraunin því sérlega áhugaverð. Ég get hinsvegar sagt það strax að tilfinningin að hjóla á rafmagnshjóli í fyrsta skipti var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Tilfinningin var ólýsanleg, frelsið maður minn…ekki laust við að sæjust tár á hvarmi😊

Einnig höfum við fengið til samstarfs við okkur Valda í Hjólakrafti sem er með hópa sem hjóla um bæinn af miklum móð. Fyrir þá sem eru að byrja eða eru ekki alveg heilir heilsu erum við svo að móta hjólahópa í samstarfi við gott fólk þar sem markmiðið er fyrst og fremst að komast af stað í rólegheitunum og taka mið af getu hvers og eins. Markmiðið er að geta boðið hjartafólki upp á hjólahópa við hæfi, hvort heldur sem tilgangurinn er að hjóla hressilega eða bara að komast af stað í rólegheitunum til að njóta útiveru í góðum félagsskap og undir leiðsögn.

Við erum í samstarfi við sjúkraþjálfara sem hefur reynslu af hjólum og hjartavandamálum sem getur miðlað til okkar hvað þarf að varast og hvernig best er að byrja. Við vonumst auk þess til þess að fleiri sláist í hópin í sumar þannig að úr verði verkefni til framtíðar. Á næstu dögum og vikum komum við til með að kynna þessa frábæru hjólamöguleika og fólkið frekar og birta pistla frá samstarfsaðilum okkar um efnið.

Markmiðið er að kynna hjólreiðar sem áhugaverðan valkost í útiveru og hreyfingu fyrir hjartafólk og bjóða upp á möguleika sem henta getu hvers og eins. Hjól fyrir hjartað er spennandi verkefni enda hjólreiðamenning hér á Íslandi gjörbreyst á fáeinum árum og frábært að fá hjartafólk út og njóta þessarar frábæru leiðar til útvistar og hreyfingu í góðum félagsskap.

- Auglýsing-

Ef þið eruð með fyrirspurn um málið getið þið sent mér póst á bjorn@hjartalif.is og svo sjáumst við bara á hjólinu.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-