-Auglýsing-

Hjartavernd á heimsmælikvarða

Ísland er fremst í flokki þegar kemur að því að draga úr dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma og vekur árangurinn mikla eftirtekt erlendis.

Niðurstöður rannsóknar sem Hjartavernd vann með Háskóla Íslands voru nýverið kynntar erlendum sérfræðingum. Þar kemur fram að frá árinu 1981 til 2006 dró úr dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma um 80% hjá fólki frá 25 til 74 ára.

Thor Aspelund, tölfræðingur Hjartaverndar, segir að þessi góði árangur sé að stærstum hluta rakinn til lífsstílsbreytinga hér á landi. 75% árangursins má skýra með breytingu á áhættuþáttum hjá þjóðinni en 25% til bættra meðferða á spítölum og betri lyfja.

Kólesteról, reykingar og blóðþrýstingur séu þrír helstu áhættuþættirnir sem tengist hjartasjúkdómum. Thor segir að staða þessara þátta hafi batnað mikið hjá þjóðinni sem skýri hversvegna dregið hafi gríðarlega úr dauðsföllum fólks yngra en 75 ára.

Thor segir að árangurinn sé fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir og sérstaklega áherslan á forvarnarstarfið sem virðist skila mestu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru fyrir skömmu kynntar á ráðstefnu í Stokkhólmi. Íslendingar séu fremstir í flokki, með hæsta fall í tíðni hjartasjúkdóma sem sést hafi.

 

- Auglýsing-

frettir@ruv.is

www.ruv.is 14.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-