-Auglýsing-

Hjartavænn Ford S-Max

Ford S-MAX Concept 1Nýr Ford S-Max hugmyndabíll er búinn fullkomnu heilsuverndarkerfi sem getur fylgst með ástandi hjartans meðan á ökuferð stendur og gert er ráð fyrir búnaði til að mæla glúkósa í líkamanum.

Þessi nýi bíll er byltingarkenndur og afar hjartvænn. Hann er hannaður með það fyrir augum að bjóða upp á allt það besta í hönnunarlegu og tæknilegu tilliti, bæði hvað varðar útlit og innviði.

Í innréttingunni er valið allt það besta sem í boði er með það fyrir augum að það fari sérlega vel um alla og öryggi og þægindi farþega sé hávegum haft.

Bíllinn er búinn Ford SYNC kerfi sem er hjartað í tæknibúnaði bílsins þar sem meðal annars boðið upp á allt það nýjasta í fjarskiptum og tækni eins og tengingu fyrir spjaldtölvur og þráðlausa tengingu við internet.

SYNC appið gerir ökumanni svo kleift að tengjast þráðlaust við snjallsímann þar sem hægt er meðal annars að streyma úr tónlistarveitunni Spotify, fá fréttir um staðsetningu og leiðarkerfi beint í bílinn.

Heilsuverndarkerfið í hugmyndabílnum S-Max er magnað. Hugmyndin er sú að bæta heilsu og hámarka öryggi og vellíðan.

- Auglýsing-

Bílstjórasætið er búið hjartaeftirlitskerfi (monitor). Búnaðurinn fylgist með hjartslætti ökumanns og sýnir langtíma virkni hjartans sem annars væri varla hægt að nálgast nema á heilbrigðisstofnun.

Kerfið býður upp á tengingu við Ford SYNC kerfið til að koma skilaboðum til heilbrigðisstarfsmanna ef eitthvað óvenjulegt kemur uppá eða jafnvel að ræsa neyðar öryggisbúnað sem tekur tímabundið yfir stjórn ökutækisins ef neyðarástand skapast.

Í bílnum er einnig gert ráð fyrir mæli til að mæla glúkósa (sykur) sem er það öflugur að hann á að geta numið ef sofandi barn í aftursæti er að fá sykursýkiskast.

Þetta eru bara nokkur atriði af afar áhugaverðum búnaði sem Þessi nýi bíll er hlaðinn af og er ekki vafi á því að fyrir hjartafólk er þetta mjög áhugaverður bíll en fyrirhugað er að hann komi fyrst á Evrópumarkað.

Hér er að finna frétt um bílinn ásamt fréttatilkynningu frá Ford

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-