-Auglýsing-

Hjartaþræðing lífsnauðsyn

Styrkjum hjartaþræðinaGuðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna er umkringd fólki sem hefur farið í hjartaþræðingu eða þarf á henni að halda.

Guðrún þekkir þörfina fyrir nýtt hjartaþræðingartæki betur en margir. Dóttir hennar, Anney Birta Jóhannesdóttir, fæddist með alvarlegan hjartagalla árið 2002 og hefur farið í fjölda hjartaþræðinga og hjartaaðgerða á stuttri ævi. Móðir Guðrúnar fór í hjartaþræðingu fyrir nokkru og faðir hennar er á biðlista.

Í dag eru 260 manns á biðlista og alls óvíst hvenær faðir Guðrúnar kemst að. “Þetta eru börn, fólk með meðfædda hjartagalla og aðrir hjartasjúklingar,” segir Guðrún.

Hjartaheill og Neistinn hrundu um helgina af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. “Elsta hjartaþræðingartækið á deildinni er 16 ára gamalt en það yngsta fimm ára. Erlendis er venjan að nota þessi tæki í sex til átta ár og ljóst að löngu er kominn tími á endurnýjun. Það er mikil nákvæmnisvinna unnin með þessum tækjum og vitanlega best að nota nýjustu tæki og tækni.”

Hjarta- og æðasjúkdómar eru skæðustu sjúkdómar veraldar. Hjartaþræðing er mikilvægur liður í rannsókn og meðferð við þessum mikla vágesti en hátt í 2.400 hjartaþræðingar eru gerðar á hjartadeild Landspítalans á ári hverju. Til að ráða við verkefnin þarf þrjú góð þræðingartæki. Með nýju tæki myndi biðtíminn auk þess styttast verulega.

Dóttir Guðrúnar hefur nokkrum sinnum farið í hjartaþræðingu hérlendis til að kanna ástand hjartans en auk þess hefur hún farið í þrjár opnar aðgerðir og þrjár aðgerðir í gegnum hjartaþræðingu í Boston. “Ég veit að hún kemur til með að þurfa að fara í fleiri hjartaþræðingar til að fylgjast með ástandinu í framtíðinni. Þær eru mikilvægur liður í eftirliti þótt aðgerðirnar séu oftast nær gerðar erlendis.”

- Auglýsing-

Nýtt hjartaþræðingartæki kostar 170 milljónir. Með átakinu vilja samtökin leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að koma því til landsins. Stefnt er að því að það verði fyrir áramót. Stofnuð hefur verið valgreiðsla á hverja fjölskyldu í landinu en auk þess er hægt að hringja í styrktarnúmer eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning.

Tengt efni:

Styrkjum hjartaþræðina

Mikilvægi hjartaþræðinga

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-