-Auglýsing-

Hjartastuðtæki og skjót viðbrögð björguðu mannslífi

Síðastliðinn laugardag barst lögreglunni á Akranesi tilkynning frá Neyðarlínunni um að maður sem var að spila golf á Garðavelli hafi fengið hjartaáfall.  Lögreglumenn á vakt brugðust skjótt við og fóru á vettvang og hittu á leið sinni sjúkraflutningamann á frívakt sem slóst í för með þeim.
Á vettvangi var maður í hjartastoppi og golffélagi hans að reyna lífgunartilraunir. Í lögreglubifreiðinni var hjartastuðtæki sem gefið var af Akranesdeild RKÍ í apríl 2005 og var það notað við endurlífgunina sem tókst. Að sögn Viðars Stefánssonar starfandi yfirlögregluþjóns þakkar lögregla fyrir að hafa átt þennan búnað sem nú varð til þess að mannslífi var bjargað.

www.skessuhorn.is 10.11.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-