-Auglýsing-

Hjartasjúkdómar af offitu en ekki fituneyslu

Heildarfituneyslan virðist ekki auka áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Margrétar Leósdóttur sem er í sérnámi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Malmö í Svíþjóð.

„Við skoðuðum tengsl fituneyslu og áhættunnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma hjá um 30 þúsund einstaklingum á miðjum aldri. Mataræði þeirra var skráð milli 1991 og 1996 og síðan var þeim fylgt eftir í átta ár að meðaltali,“ segir Margrét. Engin aukning var á áhættu hjá þeim sem fengu mest af orkuinntökunni úr fitu miðað við þá sem fengu minnst, að því er Margrét greinir frá. „Það voru hins vegar klassískir áhættuþættir eins og offita, reykingar og hár blóðþrýstingur sem slógu út fyrir hjarta- og æðasjúkdómum.“

Margrét segir það reyndar skipta máli hvernig fitu sé neytt. Neyta á meira af ómettaðri fitu en mettaðri. „Við fáum ómettaðar fitusýrur úr fiski og grænmeti og ávöxtum sem innihalda olíu, eins og til dæmis avocado, hnetum og ólífum.“

24stundir 12.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-