-Auglýsing-

Hjartamiðstöðin opnar í Holtasmára

Þriðjudaginn 18. nóvember s.l hóf Hjartamiðstöðin starfsemi í Holtamára 1 í Kópavogi.
Hjartamiðstöðin sinnir greiningu, eftirliti og meðferð hjartasjúkdóma og helstu áhættuþátta þeirra. Meginmarkmiðið er að veita einstaklingum sem þangað leita greiðan aðgang að fyrsta flokks sérfræðiþjónustu. Unnið er samkvæmt núgildandi samkomulagi hjartalækna og heilbrigðisráðuneytis sem gerir ráð fyrir greiðlsuþátttöku Tryggingastofnunar Ríkisins.

Í Hjartamiðstöðinni starfa auk hjartalækna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði og sálfræðingur. Rík áhersla er lögð á forvarnir, fræðslu og gott upplýsingaflæði til sjúklinga.
Í Hjartamiðstöðinni eru framkvæmdar algengustu rannsóknir sem notaðar eru við greiningu hjartasjúkdóma svo sem hjartalínurit, óm- og dopplerskoðun af hjarta og áreynsluhjartaritun.

Hjartamiðstöðin stundar einnig vísindarannsóknir á sviði hjartasjúkdóma. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á gagnsemi skimunar á áhættuþáttum fyrir skyndidauða meðal íþróttamanna. Þá tekur Hjartamiðstöðin einnig þátt í alþjóðlegri rannsókn sem lýtur að lyfjameðferð háþrýstings.

Læknar Hjartmiðstöðvarinnar eru Axel F. Sigurðsson og Halldóra Björnsdóttir. Þau eru sérfræðingar í lyflækningum og hjartalækningum. Sálfræðilegri ráðgjöf sinnir Haukur Sigurðsson en hann er klínískur sálfræðingur.

Sími Hjartamiðstöðvarinnar er 550 30 30.

- Auglýsing-

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-