-Auglýsing-

Hjartaígræðslur stöðvaðar tímabundið á Skotlandi

Hjartaígræðslum hefur verið hætt tímabundið í sjúkrahúsinu Royal Infirmary í Glasgow á Skotlandi á meðan sérfræðingar fara yfir verkferla. Er þetta gert vegna þess að fjórir af 11 sjúklingum, sem fengu nýtt hjarta á sjúkrahúsinu á þessu ári, létust innan 30 daga frá aðgerðinni.

Fram kom í fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar, að sjúklingar, sem bíða eftir hjartaígræðslu, hafi verið settir á biðlista sjúkrahúss í Newcastle á Englandi.

Sjúkrahúsið í Glasgow er það eina á Skotlandi þar sem hjartaígræðslur fara fram. Slíkar aðgerðir hófust þar árið 1992 en árið 2000 þurfti að gera hlé á þeim um tíma vegna þess að sérhæfða lækna skorti.

www.mbl.is 21.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-