-Auglýsing-

Hjartaheill fagna samningi við hjartalækna

Guðmundur Bjarnason og Ásgeir Þór Árnason fagna samningi Hjartaheilla og heilbrigðisráðuneytis.

STJÓRN Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, fagnar hjartanlega samningi hjartalækna og heilbrigðisráðuneytisins sem tók gildi 5. maí sl. Þar með eru hjartasjúklingar ekki lengur háðir tilvísunarskyldu til hjartalæknis en sú kvöð hefur hvílt á hjartasjúklingum og þeim sem þurft hafa á hjartalækni að halda í rúm tvö ár.

Á fundi sem fulltrúar Hjartaheilla áttu með heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, síðastliðinn vetur lýsti ráðherra yfir eindregnum vilja til að ná samkomulagi við hjartalækna en sú vinna mundi fara fram samhliða samningagerð við aðra sérfræðilækna en hjá allmörgum læknastéttum rann samningstíminn út nú í vor.

-Auglýsing-

Á fundum samtakanna með hjartalæknum og fulltrúum ráðuneytisins kom einnig fram sami vilji til samkomulags þrátt fyrir að hvorugur aðili virtist hafa fjárhagslegan ávinning af því. Báðum samningsaðilum var hins vegar ljóst að óbreytt ástand bitnaði fyrst og fremst á hjartasjúklingum.

Sjúklingar þurfa nú ekki lengur að leggja út fyrir öllum kostnaði vegna þjónustu hjartalækna og sækja síðan um endurgreiðslu á hluta sínum til Tryggingastofnunar heldur einungis að greiða sinn hlut í kostnaði við þjónustuna.

Samningurinn gildir um alla hjartalækna sem voru í starfi í apríl 2008 og tekur til þjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa. Samningurinn gildir frá 5. maí 2008 til og með 31. mars 2010.

Meginmarkmið með samningum við hjartalæknana er að tryggja bætta þjónustu við hjartasjúklinga og gera leið sjúklinga að þjónustu þeirra greiðari og sambærilega við það sem gildir um aðra sérfræðiþjónustu.

- Auglýsing-

Samningurinn milli samninganefndar heilbrigðisráðherra og hjartalækna er á sömu nótum og samningur sem undirritaður var fyrir skömmu og tekur til þjónustu annarra sérfræðilækna.

Stjórn Hjartaheilla þakkar báðum aðilum fyrir að samningar skuli nú hafa tekist.

Guðmundur er formaður og Ásgeir Þór er framkvæmdastjóri Hjartaheilla.

Morgunblaðið 11.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-