fbpx
-Auglýsing-

Hjartaáföllum fækkar og Skotar almennt sprækari eftir reykingabann

Tilfellum einstaklinga sem fá skyndileg hjartaáföll hefur fækkað umtalsvert í Skotlandi  eftir að reykingabann gekk þar í gildi, segir í nýlegri skýrslu. Skýrslan var  kynnt á ráðstefnu sem nú stendur yfir í Edinborg um almenn áhrif reykingabannsins, en sagt er frá þessu á vefsíðu Daily Mail í dag. 

Kannanir sýna að sjúklingum sem fá hjartaáföll hefur fækkað um 17% á fyrsta ári reykingabannsins. Áður en bannið gekk í gildi, í mars síðastliðnum, hafði hjartaáföllum aðeins fækkað um 3% á ári undanfarinn áratug.  Þessar niðurstöður, sem hafa verið birtar í læknatímaritum, vöktu mikla athygli á ráðstefnunni í Edinborg.

Þeir sem standa að ráðstefnunni sögðu líka að í könnun á landsvísu kæmi fram að áhrif óbeinna reykinga mældust 39% minni hjá 11 ára börnum, svo og fullorðnum sem reykja ekki.

Þeir sögðu ekkert liggja fyrir um að reykingar hefðu færst af opinberum stöðum inn á heimilin og stuðningur við reykingabannið væri almennur, ekki síður meðal meðal reykingafólks. Ráðstefnan hefur laðað að gesti úr heilbrigðisgeiranum hvaðanæva úr heiminum

- Auglýsing-

Yfirmaður heilbrigðisstofnana í Skotlandi, prófessor Peter Donelly, sagði að rannsóknir sem kynntar hefðu verið á ráðstefnunni sýndu svo ekki yrði um villst hversu jákvæð áhrif bannið hefði nú þegar haft á heilsu almennings.

“Þetta sýnir og sannar að nýju lögin hafa bætt heilsu allra í Skotlandi, að reykingamönnum og ekki-reykingamönum, börnum og starfsmönnum veitingastaða meðtöldum,” sagði hann. “Eitt af því mikilvægasta er fækkun hjartaáfalla, en við erum vissir um að reykingabannið á stóran þátt í fækkun þeirra. Ég er sannfærður um að við munum halda áfram að sjá jákvæð áhrif reykingabannsins á komandi árum,” sagði Donelly.

Shona Robison, heibrigðisráðherra, mun eiga lokaorðin á ráðstefnunni á morgun. Hún sagðist yfir  sig ánægð með að sérfræðingar í heilbrigðismálum hvaðanæva úr veröldinni væru nú staddir í Edinborg. “Hér fá þeir að heyra frá fyrstu hendi hversu mjög bannið hefur bætt heilsu þjóðarinnar sem verður þeim örugglega hvatning,” sagði hún.

www.eyjan.is 10.09.2007

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-