-Auglýsing-

Hjarta- og æðasjúkdómar 40% dauðsfalla

Aðaldánarorsök á Íslandi er kransæðasjúkdómar. Árlega deyja 1.800 Íslendingar, þar af um 700 eða 40%, úr hjarta- og æðasjúkdómum. Að meðaltali deyr einn karl á dag og tæplega ein kona. Verulegur hluti þessara hjartadauðsfalla er óvæntur og hefði mátt fyrirbyggja mörg þeirra. Greining hjartasjúkdóms á byrjunarstigi er vel möguleg auk þess sem árangursrík meðferð er til bæði við hjartasjúkdómum og mörgum áhættuþáttum. Uppgötvist hjarta- og æðasjúkdómur eða áhættuþættir tímanlega er hægt að breyta gangi sjúkdómsins og bjarga mannslífum.

Landssöfnun Hjartaheilla
Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, standa fyrir landssöfnun til styrktar hjartalækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Landssöfnunin er á laugardaginn, 28. mars, og verður ríflega tveggja klukkustunda löng söfnunar- og skemmtidagskrá í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2. Fram koma valinkunnnir tónlistarmenn og grínarar, s.s. Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Milljónamæringarnir og Bogomil Font, Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Ilmur Kristjánsdóttir, Jói og Gói, Brynhildur Guðjónsdóttir, Auddi og Sveppi og margir fleiri. Kynnar verða Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir úr Íslandi í bítið á Bylgjunni. Rauði þráðurinn verður ástin, rómantíkin og allt það sem okkur er hjartfólgnast.

-Auglýsing-

Fjármunir sem safnast munu á skemmti- og söfnunarkvöldinu renna til kaupa á nýju þræðingartæki, sem mun nýtast mörgum. Á hjartarannsóknastofu Landspítalans eru til tvö tæki, annað átta ára gamalt og hitt 12 ára. Yngra tækið hefur verið fullnýtt til meðferðar á hjartsláttartruflunum. Eldra tækið hefur einkum verið notað til myndatöku á kransæðum, til kransæðavíkkana og við að opna lokaðar kransæðar í bráðakransæðastíflu. Einnig er eldra tækið notað til þræðinga á börnum með meðfædda hjartagalla.

Þessi tvö tæki eru þau einu á landinu og duga ekki lengur til að veita Íslendingum bestu þjónustu og meðferð við bráðum
hjartasjúkdómum. Tækin hafa dugað vel en tafir vegna bilana eru vaxandi vandamál og búa þau ekki yfir nýjustu tækni.

Eftir Draupni Rúnar Draupnisson,

nema í fjölmiðlun

- Auglýsing-

Morgunblaðið 26.03.2009 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-