-Auglýsing-

Heilbrigt hjarta með samvinnu

Guðrún Bergmann Franzdóttir skrifar um gildi hreyfingar og holls mataræðis, ekki síst fyrir hjartveika: “Við höfum aðeins eitt hjarta.”

Á morgun, sunnudaginn 30. september, er Alþjóðlegi hjartadagurinn sem haldinn er árlega, þemað í ár er “Heilbrigt hjarta með samvinnu”. Þessi dagur er notaður til að vekja athygli á hjartasjúkdómum og heilbrigðum lífsstíl.

Hvort sem við erum heilbrigð, hjartveik eða með einhvern annan sjúkdóm þurfum við öll að hreyfa okkur og huga að réttu mataræði.

Hér á landi greinast árlega um 70 börn með hjartagalla og þarf tæplega helmingur þeirra að gangast undir aðgerð af einhverju tagi og er þriðjungur aðgerða framkvæmdur erlendis. Fyrsta barnahjartaskurðaðgerðin var framkvæmd hér á landi árið 1990.

Frá því að Neistinn, félagið okkar, var stofnað 9. maí 1995 hefur margt drifið á dagana en stjórn félagsins er skipuð 7 manns og vinnum við öll í sjálfboðavinnu, og öll saman af einlægni hjálpumst að við að safna fjármunum til að aðstoða fjölskyldur hjartveikra barna ásamt því að auðvelda fjölskyldum aðgengi að upplýsingum.

Hvort sem við fæðumst með hjartagalla eða fáum hjartasjúkdóm einhvern tímann á lífsleiðinni þá þurfum við öll að huga að hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl því þó svo að börnin okkar fari í aðgerð fljótlega í lífinu og séu í lagi eftir þá aðgerð, þá þurfum við að sjá til þess að þau stundi einhverskonar hreyfingu. Misjafnt er þó hvaða hreyfing hentar hverjum því margir sem fæddir eru með hjartagalla eru ekki með nógu gott þol eða heilsu, en öll getum við fundið eitthvað við okkar hæfi, hvort sem það eru hlaup, ganga eða eitthvað annað.

Stöndum saman og tökum þátt í þessum degi með því að hittast, hreyfa okkur, og stuðla að betri líðan, því öll þurfum við að hugsa um heilsuna og hjartað okkar. Við verðum að muna að við höfum aðeins eitt hjarta.

- Auglýsing-

Höfundur er formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, og fulltrúi Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Morgunblaðið 29.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-