-Auglýsing-

Heilbrigðiskerfið: Glæpur að halda að það sé hægt að spara meira

HjartaþræðingKári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur skarpa og skýra sýn á veruleika Íslensks heilbrigðiskerfis og gagnrýnir stjórnvöld harðlega, enda full ástæða til.

Pistillinn hér fyrir neðan er af Eyjunni, en Kári var í viðtali hjá Sigurjóni M. Egillsyni á Sprengisandi í morgun.

„Þetta er bara alls ekki rétt. Við erum ekki með gott heilbrigðiskerfi. Það var gott en við erum búin að hola það að innan. Að láta sér detta það í hug að það sé hægt að ná meira út úr þessu kerfi, á því stigi sem það er núna, að láta sér detta það í hug að það sé hægt að spara 1,5% í íslenska heilbrigðiskerfinu á næsta ári er hreinn glæpur.“ Segir Kári

Kári var ómyrkur í máli um stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins. Hann sagði ekkert svigrúm fyrir frekari niðurskurð eða hagræðingu og sagðist hafa þungar áhyggjur af fólki sem héldi að slíkt væri mögulegt.

Og fólk sem að gengur með þær grillur í hausnum og á síðan að fara að sjá um það hvernig við ætlum að nýta verðmæti í íslensku samfélagi, ég hef af því þungar áhyggjur. Vegna þess að í því felst verðmætamat sem er mjög ljótt.

Kári sagði mögulegt að kreista eina krónu hér og aðra krónu þar út úr heilbrigðiskerfinu með því að flytja til sjúklinga. Staðreyndin sé hins vegar sú að Íslendingar þurfi að fjárfesta mjög mikið bara svo við höfum tækjabúnað til að stunda nútíma læknisfræði.

Það er ekki bara það að við séum með tiltölulega léleg tæki. Við erum ekki að nota okkur þau bestu lyf sem eru á markaði, við erum að mestu leyti að nota lyf sem eru komin af einkalyfjum, lyf sem eru einhvers staðar á milli 15 og 20 ára gömul. Við erum farin að reka læknisfræði sem er nokkuð langt á eftir því sem að gerist annars staðar, til dæmis í Skandinavíu. Og ef við horfum til dæmis bara á fjárfestinguna, það fé sem að Skandínavar setja í hvern dag á sínum bestu spítölum miðað við það sem við gerum, þá er munurinn mjög mikill.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-