-Auglýsing-

Háþrýstingur mikill skaðvaldur og áfengi hefur mikil áhrif

Háþrýstingur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum nútímans, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Of hár blóðþrýstingur eða háþrýstingur er vangreindur og ekki meðhöndlaður af þeirri alvöru sem þarf en frá þessu er sagt á ruv.is. Háþrýstingur getur meðal annars skaðað nýrun og valdið hjarta- og heilasjúkdómum. Ný nálgun í heilbrigðiskerfinu á að bæta þar úr.

Háþrýstingur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum nútímans, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Blóðþrýstingurinn telst of hár fari hann yfir 140 í efri mörkum og 90 í neðri.

Skemmir líffærin

Sé ekkert að gert getur háþrýstingur leitt til skemmda í nýrum, valdið hjarta og heilasjúkdómum, sjónskerðingu og æðakölkun. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að háþrýstingur er bæði vangreindur og vanmeðhöndlaður. Nýleg rannsókn Hjartaverndar og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sýndi að um aðeins helmingur fólks með háþrýsting hefði náð markmiðum meðferðar við vandanum.

Margir ómeðhöndlaðir á Íslandi

Nýútgefnar leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsfólks ganga út á að bæta meðferð og greiningu. Talið er að margir háþrýstingssjúklingar séu ógreindir á Íslandi. Emil Lárus Sigurðsson prófesssor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og einn höfundanna segir að það hafi verið tregða í málaflokknum.

„Tregðan liggur fyrst og fremst hjá fagfólki held ég og við eigum að vera miklu duglegri að mæla blóðþrýsting þegar einstaklingar koma til okkar jafnvel út af öðrum ástæðum,“ segir Emil Lárus.

Kallað „The Silent KIller“

Hefur þessu verið tekið af kannski of mikilli léttúð af almenningi og jafnvel þá þeim sem starfa í heilbrigðiskerfinu?

- Auglýsing-

„Já, það er óhætt að segja það hjá báðum aðilum og það sem flækir kannski málið er að oft hefur þetta verið kallað „The Silent Killer”, of hár blóðþrýstingur, því það eru oftast engin einkenni.“

Það er að koma betur og betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt fyrir hækkaðan blóðþrýsting það þarf bara einn drykk á dag til að hækka blóðþrýstinginn

Um 41 þúsund Íslendingar voru árið 2019 greindir með háþrýsting sem er svipað og í nágrannalöndum. Vandinn er algengari hjá fólki í lægri tekjuhópum í verri félagslegri stöðu.

Einn drykkur á dag er nóg

Þekktir áhrifaþættir eru neysla áfengis, reykingar og hreyfingarleysi og ýmsar tegundir matar sem er til dæmis mjög saltaður.

„Það er að koma betur og betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt fyrir hækkaðan blóðþrýsting það þarf bara einn drykk á dag til að hækka blóðþrýstinginn,“ segir Emil Lárus.

Af vef ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-