-Auglýsing-

Hátæknisjúkrahúsi verði slegið á frest

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja fresta byggingu nýs hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóð. Við bankahrunið í haust hafi aðstæður Íslendinga gjörbreyst og mikil skuldsetning ríkisins kalli á endurmat einstakra verkefna.

Það eru þingmennirnir Jón Gunnarsson, Jón Magnússon og Kjartan Ólafsson sem leggja til að bygging sjúkrahússins verði slegið á frest í þingsályktunartillögu sem var dreift á Alþingi í dag.

Þeir telja brýnt að stjórnvöld móti nýja stefnu til að efla og tryggja uppbyggingu þeirrar heilbrigðis- og sjúkrahússþjónustu sem fyrir er. Á fjárlögum þessa árs séu háar fjárhæðir ætlaðar til undirbúnings byggingar hátæknisjúkrahúss.

,,Ljóst er að fresta verður þeirri framkvæmd um óákveðinn tíma vegna stöðu þjóðarbúsins. Flutningsmenn telja því eðlilegt að byggja upp og styrkja þær sjúkrastofnanir sem fyrir eru og endurskoða t.d. byggingar við Landspítala til að bæta þjónustuna. Bygging nýs hátæknisjúkrahúss getur hins vegar ekki verið á dagskrá fyrr en staða þjóðarbúsins verður önnur og mun betri en nú er,” segir í greinargerð með tillögunni.

www.visir.is 03.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-