-Auglýsing-

Hafa skal það sem sannara reynist

landlaeknir.jpgÍ síðustu viku birtist grein í Fréttablaðinu undir heitinu „Gagnagrunni breytt á röngum forsendum“ . Í greininni var til umfjöllunar sú niðurstaða Persónuverndar að upplýsingar sem landlæknir hefði látið í té við undirbúning lagasetningarinnar um lyfjagagnagrunn hafi verið rangar.
Það skal tekið fram að ekki hafði náðst í landlækni við vinnslu fréttarinnar þannig að sjónarmið þeirra eða skýringar komu ekki fram og breytir það töluvert heildarmyndinni.
Sjá má fréttina í heild sinni hér

Í kjölfarið ritaði ég lítinn pistil hér á hjartalíf.is þar sem ég velti því fyrir mér hvað landlæknir hefði verið að hugsa með þessu öllu saman.
Í sjálfu sér gat ég ekki svarað því en ég velti hinsvegar vöngum yfir málinu og einu og öðru sem viðkemur Landlæknisembættinu og starfsemi þess.
Pistilinn í heild sinni má sjá hér

Það skal tekið fram að ég hef ekkert á móti Landlæknisembættinu og efast ekki um að á þeim bæ rækja menn skyldur sínar af stakri prýði og fullkominni fagmennsku. Það breytir því hinsvegar ekki að embættið er ekki hafið yfir gagnrýni. Eðli málsins samkvæmt þá er Landlæknisembættið embætti sem hefur miklum og oft vandasömum skyldum að gegna og þá er oft erfitt að gera svo öllum líki.  

Mér hefur hinsvegar borist póstur frá Matthíasi Halldórssyni Aðstoðarlandlækni þar sem hann Þakkar fyrir „góðar“ kveðjur og útskýrir hvað lá á bakvið ráðleggingar embættisins varðandi lög um lyfjagagnagrunn. Mér er það bæði ljúft og skylt að koma því á framfæri sem sannara reynist. Í skeytinu segir meðal annars.

Um leið og ég þakka þér “góðar” kveðjur til landlæknisembættisins á vef þínum leyfi ég mér að senda þér svar sænskra heilbrigðisyfirvalda um geymslutíma persónutengdra lyfjaupplýsinga í Svíþjóð. Svar Anderjs Leimanis yfirmanns sænska lyfjagagnagrunnsins: “Våra uppgifter med personnummer bevaras för all framtid. Det finns inga gallringsföreskrifter.” sem þýðir ”Upplýsingar okkar með kennitölu eru varðveittar um alla framtíð. Það eru engin undantekningarákvæði”. Ákvæðin um sænska grunninn eru frá 2005.

Með áðurgildandi lögum gátum við t d ekki athugað hugsanleg áhrif Vioxx á hjarta- og æðakerfið nema með upplýsingum 3 ár aftur í tímann. Íslenskur læknir í Danmörku gerði hins vegar með hjálp danska grunnsins athugun sem tengdi aukin dauðsföll þar í landi ótvírætt við þetta lyf, en hann tendi saman ólíka persónutengda gagnagrunna þar í landi og komst að þessari niðurstöðu í verðlaunaðri doktorsritgerð. 
Samstarf okkar í lyfjamálum við hin Norðurlöndin var torveldað vegna strangari ákvæða í íslensku lögunum eins og þau voru áður”. 
 

- Auglýsing-

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir

Ég kann Matthíasi bestu þakkir fyrir ábendinguna.

Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-