-Auglýsing-

Grillaðar, sterkkryddaðar kjúklingabringur með grilluðum maís, rauðlauk og portobellosveppum

Uppskrtift vikunnarMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með helgaruppskrift af dásemdarinnar grilluðum, sterkkrydduðum kjúklingabringum með grilluðum maís, rauðlauk og portobellosveppum.

Einnig minni ég á uppskriftavef Holta hér til hliðar á síðunni þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina.

Fyrir 4

2 msk. olía
800 g kjúklingabringur
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. kanill
1 tsk. salt

Penslið bringurnar með olíu. Blandið kryddinu saman og kryddið bringurnar á öllum hliðum. Grillið á milliheitu grilli í 13-15 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Berið bringurnar fram með portobellosveppum og til dæmis grilluðum rauðlauk, maís og sætum kartöflum.

Grillaðir portobellosveppir

- Auglýsing-

3 stórir portobellosveppir
Olía eða olíusprey
1 msk. timjanlauf
Salt og nýmalaður pipar
3 sneiðar Stóri Dímon

Penslið sveppina með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið í 2 mínútur á fan-hliðinni. Snúið sveppunum við og stráið timjanlaufum í hattana og leggið ostsneið yfir. Grillið í 5 mínútur í viðbót.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-