-Auglýsing-

Fólk ánægt með Hjartagátt Landspítalans

LandspítaliÞrátt fyrir aðhald og niðurskurð síðustu ára sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að sjúklingar eru ánægðir með þjónustu Hjartagáttar Landspítalans. Fjórðungi þeirra sem tóku þátt í rannsókninni finnst samt að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi skýringar á einkennum sínum við útskrift.

Rannsóknin var gerð snemma árs 2012 og náði til þeirra sem leituðu á Hjartagátt Landspítala með bráðavandamál. Sagt er frá henni í Læknablaðinu. 470 sjúklingar voru beðnir um að taka þátt í henni og svöruðu rétt tæplega 300. Sjúklingarnir fengu spurningalista með fullyrðingum sem þeir voru mjög sammála, sammála, ósammála o.s.frv.

Niðurstöðurnar sýna að mikill meirihluti þeirra var ánægður þjónustuna.

91 prósent voru sammála eða mjög sammála því að læknar væru mjög vinalegir og kurteisir. 88 prósent voru ánægð með heilbrigðisþjónustuna og 85 prósent voru sammála því að hjúkrunarfræðingarnir kynntu sig og útskýrðu hlutverk sín vel.

Davíð O. Arnar, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, segir að þetta séu nokkuð ánægjuleg tíðindi. „Sérstaklega í ljósi þess að hér hefur verið talsvert álag á starfsfólki og þjónustan verið talsvert gagnrýnd á undanförnum árum sér í lagi eftir efnahagshrunið,“ segir hann.

Fjórðungi þátttakenda fannst samt að þeir hefðu ekki fengið fullnægjandi skýringar á einkennum sínum við útskrift og að áform um eftirfylgni að lokinni heimsókn væri ábótavant. „Ég held að þetta segi okkur að það þurfi að vanda betur til útskriftarviðtalsins og því miður er það nú þannig að það er tímaskortur sem verður oft til þess að það er ekki eins gott og það ætti að vera,“ segir Davíð.

- Auglýsing-

Niðurstöður rannsóknarinnar verða skoðaðar og stefnt er að úrbótum. Davíð O. Arnar segir að heilmikið uppbyggingarstarf bíði: „Það eru ýmsir þættir sem við höfum ahyggjur af, þar á meðal mikið álag á starfsfólk.“

ruv.is 14.07.2014

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-