-Auglýsing-

Gott mataræði á miðjum aldri mikilvægt fyrir heilsu í ellinni

HRessar konur á miðjum aldriÍ niðurstöðu nýrrar langtímarannsóknar koma fram sterkar vísbendingar um að „heilbrigt“ mataræði á miðjum aldri skipti miklu um heilbrigði þegar aldurinn færist yfir.

Rannsóknin sýnir að konur sem fylgdu hollu mataræði á miðjum aldri höfðu miklu betri og meiri möguleika á að ná 70 ára aldri án alvarlegra sjúkdóma eða skerðingar á lífsgæðum sem venjulega tengist elli.

-Auglýsing-

Í grein sem birtist í Annals of Internal Medicine, kemur fram að Cecilia Samieri og samstarfsmenn hennar greindu gögn frá 10.670 konum sem tóku þátt í rannsókninni Nurses Health Study en höfðu ekki meiriháttar alvarlega sjúkdóma á miðjum níunda áratuginn þegar þær voru á seinnihluta fimmtugs og byrjun sextugsaldurs. Að meðaltali fimmtán árum seinna var heilsufar þeirra skoðað.

Vísindamennirnir komust að því að konur sem lifðu á heilbrigðu mataræði (metið sem Alternative Eating Index-2010 og Alternative Miðjarðarhafsmataræði) voru miklu líklegri til að ná 70 ára aldri án meiriháttar langvinns sjúkdóms, vera með óskerta vitsmuni, enga líkamlega fötlun, og heila geðheilsu.

Samanburður á þeim konum sem voru á lélegasta mataræðinu og þeirra sem fylgdu góða mataræðinu, eftir að tekið hafði verið tillit til annarra áhættuþátta, kom í ljós að það var 34% – 46% munur á líkunum á „heilbrigðri öldrun“ án alvarlegra sjúkdóma.

„Heilbrigðu“ öldungarnir voru líka með lægri blóðþrýsting, lægra kólesteról, hreyfðu sig meira og voru ólíklegri til að þjást af offitu eða reykja.

- Auglýsing-

Það er því aldrei of seint að taka upp betra mataræði og huga að lífsstílsbreytingum.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-