-Auglýsing-

Gosdrykkir geta valdið heilsutjóni

Gosdrykkir geta valdið of háum blóðþrýstingi. Ný rannsókn sýnir að blóðþrýstingur hækkar drekki menn meira en eina dós á dag.

Drekki menn meira en 355 ml af gosi á dag veldur það hækkandi blóðþrýstingi samkvæmt rannsókn bandarískra og breskra vísindamanna. Rannsóknin náði til 2500 manna á aldrinum 40-59 ára. Í ljós kom að of mikill sykur sem menn fengu í gosinu truflaði heilbrigði æðanna og saltmagnið í líkamanum.

Ósykraðir drykkir höfðu ekki sömu áhrif. Sykurmagn mældist hæst hjá þeim sem drukku meira en eina gosdós á dag og þeir innbyrtu um 397 hitaeiningar aukalega á dag. Fyrir hverja gosdós sem neytt var umfram það hækkaði blóðþrýstingur um 1,6 í efri mörkum og 0,8  í neðri mörkum. Þá sýndi rannsóknin að tengslin milli sykurdrykkja og hás blóðþrýstings eru sérlega sterk hjá þeim sem innbyrða mikið salt auk sykursins. Of hár blóðþrystingur er einn helsti áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma.  
Vísindamennirnir segja að skaðsemi salts sem valdi of háum  blóðþýstingi  sé alþekkt en nú sé ljóst að fólk þurfi einnig að fara gætilega í neyslu sykurs.

frettir@ruv.is

www.ruv.is 01.03.2011

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-