Grænmeti og ávextir njóta sem betur fer mjög svo vaxandi vinsælda og þeim fjölgar sem tileinka sér plöntumiðað fæði (Plant Based Wholefood) heilsunnar vegna. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvað þessar vörur eru hjartavænar og stuðla að lengra lífi og betri lífssgæðum. En hvernig er best að geyma ávexti og grænmeti til að það endist sem lengst?
Öll vitum við að ávextir og grænmeti eru góð fyrir okkur. Þetta eru matvörur sem eru uppfullar af vítamínum, steinefnum og trefjum. Því miður eru ávextir og grænmeti á Íslandi oft á tíðum mjög dýr vara og því um að gera að huga vel að réttum geymsluskilyrðum. Það er sorglegt að henda rándýrum ávöxtum og grænmeti sem hægt hefði verið að bjarga með réttum geymsluaðferðum. Í þessu samhengi er vert að benda á að talið er að fimm manna fjölskylda á Íslandi hendi matvörum fyrir um 500.000 kr. á hverju ári.
Hvað er etýlene?
Eitt það fyrsta til að hafa í huga til að geyma ávexti og grænmeti lengur er að vita hvað etýlene er og hvað það hefur með geymsluskilyrðin að gera. Etýlene er meinlaus gastegnund sem ávextir og grænmeti framleiða í mismiklu magni. Etýlene er vissulega meinlaust fyrir okkur en sumir ávextir og grænmeti eru viðkvæm gagnvart etýlene og flýtir gasið fyrir þroskuninni og styttir líftíman. Þetta á sérstaklega við ávexti og grænmeti í návígi eins og poka eða skúffu í ísskáp eða á borði. Sem dæmi um þetta má nefna epli og banana. Epli framleiða mikið af etýlene og bananar eru viðkvæmir gagnvart því, því mun t.d samlífi þeirra í ávaxtaskál flýta fyrir því að bananarnir verði brúnir og ólystugir. Þegar bananir eru orðnir þroskaðir og brúnir framleiða þeir etýlene og því ætti ekki að geyma þroskaða og óþroskaða banana saman.
Ískápurinn ekki alltaf bestur
Sumar ávaxta- og grænmetistegundir er erfitt að geyma á heimilum þar sem ísskápur er of kaldur geymslustaður og stofuhiti er of heitur. Dæmi um þetta eru t.d tómatar og gúrkur sem eru mjög viðkvæm gagnvart kæliskemmdum og má helst ekki geyma í ísskáp. Hentugasta hitastigið fyrir tómata og gúrkur er 10-12°C. Erfitt getur verið að finna þetta hitastig, helst að finna kaldasta staðinn utan ísskáps s.s á svölum eða þar sem kuldinn er minnstur í ísskápnum.
Oft gefur grænmeti frá sér mikinn vökva og á það sérstaklega við um spínat, það er því sniðugt að setja bréfþurrku með í pokann til að draga í sig rakann úr spínatinu. Með þessu móti helst spínatið freskara lengur.
Frost getur verið góður kostur
Gott ráð til að geyma ávexti og grænmeti lengur er að frysta það í stað þess að láta það grotna niður. Ávextir og grænmeti sem er fryst ættu að vera sem ferskast. Þó er hætt við tapi á bragðgæðum og næringargildi því lengur sem vörurnar eru í frysti. Einnig er hægt að nýta grænmeti sem aðeins er farið að slá í sem grunn í góðum grænmetissúpum. Ávextir sem eru orðnir vel þroskaðir má nota í boozt eða ávaxtabrauð.
Bestu geymsluskilyrðin
Hér má sjá töflu um geymsluskilyrði nokkurra algengra ávaxta- og grænmetistegunda.
Í kæliskáp (0-4°) | Utan kæliskáps (8°C-stofuhita) | Á köldum og þurrum stað | Þroskast utan kæliskáps en kæliskápshiti eftir það |
Apríkósur | Ananas | Kartöflur | Avocado |
Aspas | Appelsína | Laukur | Ferskjur |
Baunabelgir | Bananar | Sætar kartöflur | Kiwi |
Baunaspírur | Basil | Lime | |
Blaðlaukur | Eggaldin | Nektarínur | |
Bláber | Engifer | Perur | |
Blómkál | Grape | Plómur | |
Brokkolí | Gúrka | Sítróna | |
Epli | Hvítlaukur | ||
Gulrætur | Mangó | ||
Hunangsmelóna | Papaya | ||
Hvítkál | Paprika | ||
Jarðarber | Tómatar | ||
Radísur | Vatnsmelóna | ||
Rifsber | |||
Rófur | |||
Rósakál | |||
Sellerí | |||
Spínat | |||
Sveppir | |||
Vínber | |||
Zucchini | |||
*Það sem er feitletrað er etýleneframleiðandi og ætti að halda frá öðrum ávöxtum og grænmeti, sérstaklega þeim sem eru viðkvæm gagnvart etýlene. ** Það sem er skáletrað er viðkvæmt gagnvart etýlene.
www.engineeringtoolbox.com/fruits-vegetables-storage-conditions-d_710.html
www.islenskt.is
www.sparkpeople.com/resource/nutrition_articles.asp?id=1103
www.wikipedia.org/wiki/Ethylene