-Auglýsing-

Geta hrotur komið af stað hjartaáfalli ?

SvefnSagt er frá því á vefútgáfu Mirror að hrotur geti hugsanlega komið af stað hjartaáfalli. Það sem er athyglisvert við þetta er að svo virðist sem hljóðin sem fylgja hrotunum séu ekki vandamálið heldur titringurinn sem fylgir þeim.

Á vefsíðunni segir Miriam Stoppard frá því sonur hennar hrjóti svo hátt að svo virðist sem húsið nötri, en Miriam er læknir, sjónvarpskona, rithöfundur auk þess að vera pistlahöfundur á Mirror. Miriam segir frá því að hún hafi lesið nokkrar rannsóknir sem sýna að menn sem að staðaldri notuðu loftknúna bora geti þróað með sér sjúkdóm í slagæðum handleggja vegna titrings frá borunum.

-Auglýsing-

Um er að ræða Raynauds heilkennið sem lýsir sér sem staðbundinn krampi í æðum og viðkomandi verður mjög viðkvæmur fyrir kulda, honum fylgir sársauki, hendurnar dofna og verða hvítar. Vísindamenn í þessari rannsókn sýndu fram á að sjúkdóminn mátti rekja til titringsins frá loftborum.

Nú hefur komið í ljós að titringurinn sem myndast við hrotur getur haft svipuð áhrif, en í öðrum hlutum líkamans.

Samkvæmt einni rannsókn geta hrotur framkallað heilablóðfall og hjarta vandræði en það er vegna þess að þeir sem hrjóta eru líklegri til að fá bólgur í slagæðum í hálsi, en þessar æðar sjá heilanum fyrir súrefnisríku blóði.

Vísindamenn við háskólann í Detroit í Bandaríkjunum, telja að titringurinn sem myndast við hrotur geti valdið bólgum sem leiði til þess að slagæðar þykkna og skerði þar með blóðflæði. Þeir segja að þetta sé fyrsta stig æðakölkunar, þar sem slagæðar verði stífar og bólgni upp og auki þar með hættuna á skammvinnri heilablóðþurrð eða heilablóðfalli.

- Auglýsing-

„Hvort titringurinn sem hroturnar valda, eða geti valdið skemmdum á slagæðum í hálsi er ekki hægt að fullyrða um,“ segir Dr. Philip MacCarthy , forstöðumaður hjarta og æðadeildar við King´s College sjúkrahúsið í London.

Hrotur hafa einnig verið tengdar við hörðnun á slagæðum í kringum hjartað, sem geti hugsanlega leitt til hjartaáfalls. Það er talið að þetta geti verið vegna þess að kæfisvefn geti komið af stað bólgu í líkamanum sem hafi áhrif á slagæðar. Nýjustu rannsóknir sýna að titringurinn sem hroturnar valda geti líka haft áhrif á sjón þína.

Vísindamenn í Taiwan tilkynntu nýlega að fólk með kæfisvefn, sem gjarnan fylgja háværar hrotur, eru næstum tvöfalt líklegri til að fá augnsjúkdóminn gláku. Þeir greindu gögn frá 1.000 sjúklingum með kæfisvefn og 6000 sem voru ekki með kæfisvefn. Talið er að aukin þrýstingur á augun valdi þessu hægfara tapi sjónar og að kæfisvefn minnki magn af súrefni til augnanna og það auki síðan hættuna á gláku.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-