-Auglýsing-

Gáttatif, meðferð og úrræði

Snjallúr eru frábær leið til að fylgjast með hjartslætti og sum hver bjóða líka upp á þann möguleika að taka einföld hjartalínurit.

Við fjöllum reglulega um ýmsar hliðar gáttatifs og að þessu sinni fjöllum við um meðferð við gáttatifi og þau úrræði sem í boði eru.  

Markmið meðferðarinnar er að ná stjórn á takti eða hjartsláttarhraða og draga úr hættu á fylgikvillum. Rétt er að vekja athygli á myndskeiðinu með Davíð O. Arnar hjartalækni hér fyrir neðan sem gerð voru af Íslenskri Erfðargreiningu.

Gáttatif (atrial fibrillation) er mjög algeng hjartsláttartruflun. Í stuttu máli lýsir gáttatif sér þannig að mjög tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og keppa um leiðni gegnum AV-hnútinn. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.

Meðferð

Markmið meðferðar við gáttatifi er að stjórna takti og/eða hjartsláttarhraða og að draga úr hættu á fylgikvillum. Við val á meðferð er tekið tillit til þess hve lengi gáttatifið hefur staðið yfir, hvort það er viðvarandi eða í köstum, áhrif þess á daglegt líf einstaklingsins og hversu alvarleg einkennin eru. Lyf eru notuð til að hafa áhrif á hraða og takt hjartsláttar. Í sumum tilvikum þarf að gera rafvendingu en þá er rafstuði beitt til að koma aftur á sínus takti. Í vissum tilfellum er einnig hægt að reyna aðgerð til að brenna fyrir óregluleg rafboð gáttatifs, svokallaða lungnavenubrennslu.

Blóðþynningarlyf

Blóðþynningarlyf eru ekki meðferð við gáttatifi, heldur draga þau úr líkum á að blóðsegar myndist í hjartanu. Blóðþynningarmeðferð getur aukið hættuna á blæðingum og meðferðin því ekki áhættulaus. Það er því oft nauðsynlegt að hætta á blóðþynningarlyfinu fyrir skurð- eða tannaðgerðir en það skal ávallt gera í samráði við lækni. Blóðþynningarmeðferð með kóvar krefst reglubundinna blóðprufa svo hægt sé að skammta lyfið rétt.

Hér fyrir neðan er síðan myndskeið þar sem Davíð O. Arnar yfirlæknir á Landspítalanum fer yfir meðferð og úrræði.

- Auglýsing-

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-