-Auglýsing-

Gargandi snilld á hjartadeildinni

„Ég hef það mjög gott,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni. Hann varð nýlega fimmtugur og fékk hjartaáfall í afmælisveislunni sinni. Á föstudag var hann útskrifaður af Landspítalanum eftir vikudvöl. 
„Starfsfólkið á hjartadeildinni er gargandi snilld,“ segir Mummi sem er því afar þakklátur. Fannst honum þjónustan mannleg og unnið af fullri fagmennsku. „Ég vona að þjónustan sé eins góð hjá okkur og á hjartadeildinni,“ segir hann. Mummi verður í veikindaleyfi næstu sex vikurnar og verður í sjúkraþjálfun auk hefðbundins eftirlits. „Ég þarf að taka mér frí áður en Götusmiðjan drepur mig endanlega,“ segir hann glaðvær en þó í fullri alvöru enda hefur hann rekið staðinn í fjórtán ár og nánast þurft að sinna honum allan sólarhringinn.

www.dv.is 30.07.2008

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-