-Auglýsing-

Fylgni á milli veikindafrídaga og dauðsfalla

Meiri líkur eru á að fólk sem er lengur en viku í senn frá vinnu vegna veikinda látist um aldur fram en þeir sem ekki þurfa að taka sér veikindafrí úr vinnu. Þetta kemur fram í rannsóknin sem gerð var á vegum meðal University College London. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Rannsóknin er byggð á upplýsingum um 6.500 opinbera starfsmenn. Notuð voru gögn um starfsmenn 20 opinberra stofnana í London á árunum  1985 til 1988 og þau borin saman við dánartíðni innan sama hóps árið 2004. 288 einstaklingar sem rannsóknin náði til létust á umræddu tímabili.

Samkvæmt rannsókninni voru 30% starfsmannanna einu sinni eða oftar í sjö daga frá vinnu og sextán árum síðar var dánartíðni þeirra 66% hærri en annarra.  Mest var fylgnin á milli fjarvista sökum hjartveiki, blóðtappa og geðrænna vandamála. Þá sýnir rannsóknin einnig fylgni á milli öndunarfærasýkinga og dánartíðni.  

Jenny Head, sem vann að rannsókninni, segir það helst hafa komið á óvart hversu mikil fylgni er á milli veikindafjarvista vegna andlegra kvilla og dauðsfalla af völdum krabbameins Segir hún ástæður þessa ekki hafa verið rannsakaðar sérstaklega en telur hugsanlegt að hluta skýringarinnar sé að finna í því að þeir sem þjáist af andlegum kvillum leiti síður til lækna er þeir verða varir við frumeinkenni krabbameins en aðrir. 

www.mbl.is 03.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-