-Auglýsing-

Frá sóttvarnalækni

Kórónuveiran lætur ekki deigan síga og er komin á mikla siglingu og full ástæða til að biðja fólk um að fara varlega og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum.

Það er alvarlega staða vegna Covid-19 og veiruskömminn hefur smogið inn á Landspítalann og meðal annars inn á hjartaskurðdeild. Þrátt fyrir að bólusetningar séu að bjarga miklu þá er aldrei of varlega farið því við vitum aldrei hverjir það eru sem veikjast alvarlega. Sóttvarnarlæknir skrifar daglega pistla inn á Covid.is og er greinilegt að honum líst ekki á stöðuna. Pistill Þórólfs fylgir hér fyrir neðan.

COVID-19 smitum innanlands heldur áfram að fjölga. Í gær greindust tæplega 100 manns innanlands og voru aðeins um 40% í sóttkví við greiningu og eins og áður um helmingur full bólusettur. Meðalaldur þeirra sem greindust er um 30 ár og spannaði aldursbil þeirra frá nokkrum mánuðum til 92 ára. Lögheimili einstaklinganna var víða á landinu en flestir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Síðastliðinn sólarhring lögðust þrír inn á Landspítalann vegna COVID-19 og eru nú alls 15 inniliggjandi vegna COVID og þrír á gjörgæsludeild, þar af einn á öndunarvél.

Þróun faraldursins hér er því enn versnandi og faraldurinn í veldisvexti. Líklegt er að þessi þróun  hvað varðar heildarfjölda smita haldi áfram sem mun leiða til versnandi ástands á Landsspítalanum.

Þó að litlar opinberar takmarkanir séu nú í gildi þá getum við öll sem einstaklingar lagt okkar af mörkum  til að hindra útbreiðslu veirunnar. Við getum forðast hópamyndanir með ókunnugum, viðhaft eins metra nándarreglu, notað andlitsgrímur í aðstæðum þar sem nánd við ókunnuga er undir einum metra og gætt að góðri sótthreinsun handa. Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá ættum við að halda okkur til hlés, forðast margmenni og umgengni við viðkvæma einstaklinga og fara í sýnatöku.

Hollt er hins vegar að hafa í huga þá reynslu okkar að samfélagslegum smitum fækkar ekki fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.

Sóttvarnalæknir

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-