-Auglýsing-

Fósturhjartaómskoðanir á Íslandi 2003-2007

Í nýjasta hefti Læknablaðsins er birt rannsókn um fósturhjartaómskoðanir á Íslandi á árunum 2003 til ársins 2007 og kemur þar margt fróðlegt fram. Við birtum hér smá brot úr inngangi greinarinnar.

Meðfæddir hjartagallar eru algengastir allra fæðingargalla og valda flestum dauðsföllum.1 Á árunum 1990-1999 greindust 740 börn eða 1,7% lifandi fæddra barna á Íslandi með hjartagalla.2 Nýgengi meðfæddra hjartagalla virðist því vera hærra hér en erlendis þar sem talið er að um 1% lifandi fæddra barna hafi hjartagalla.2-4 Stafar þetta af auknum fjölda minniháttar hjartagalla en nýgengi alvarlegra hjartagalla er í samræmi við erlendar rannsóknir.2 Um þriðjungur meðfæddra hjartagalla á Íslandi er meiriháttar og þarfnast meðferðar fljótlega eftir fæðingu.2 Almennt er talið að helmingur meðfæddra hjartagalla séu meiriháttar. Mikilvægt er að greina alvarlega hjartagalla fyrir fæðingu þar sem sýnt hefur verið fram á að þá eru horfur barna betri eftir fæðingu samanborið við börn sem fæðast með ógreindan hjartagalla.5, 6

-Auglýsing-

Öllum konum er boðin ómskoðun með tilliti til byggingargalla fósturs um miðja meðgöngu. Þá er svokölluð fjögurra hólfa sýn notuð til að meta hvort fjögur hólf hjartans séu til staðar og hvort eðlileg skil séu á milli hólfa og að samræmi sé milli stærðar slegla annars vegar og gátta hins vegar. Rannsóknir á næmi fjögurra hólfa sýnar til að greina byggingargalla í hjarta hafa gefið mjög mismunandi niðurstöður eða á bilinu 15-80%.7-9 Fósturhjartaómskoðun hefur reynst vera áreiðanlegt tæki til greiningar á hjartagöllum á fósturskeiði og gerir kleift að greina fleiri hjartagalla en áður.10 Þó greinast flestir meðfæddir hjartagallar eftir fæðingu.2, 11, 12

Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða ábendingar fyrir fósturhjartaómskoðunum leiða til flestra greininga hjartagalla á fósturskeiði. Í þessari rannsókn verða skoðaðar algengar ábendingar fyrir fósturhjartaómskoðun og lagt mat á hverjum fylgja mestar líkur á hjartagalla. Þær upplýsingar eru gagnlegar við mat á því hvaða einstaklingum á öðrum fremur að vísa áfram til fósturhjartaómskoðunar.

Rannsóknargreinina í heild sinni er að finna í læknablaðinu 02. tbl 96. árg. 2010.

Slóðin á greinina er hér. http://www.laeknabladid.is/tolublod/2010/02/nr/3745

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-