-Auglýsing-

Fora 6 blóðsykurmælir

Fora 6 Connect mælirinn
Í samvinnu við Líftækni ehf kynnum við FORA 6 Connect mælirinn sem er frá Svissneska fyrirtækinu Fora Care Suisse AG.  FORA 6 Connect mælirinn greinir sex gildi í blóðinu. Það mælir blóðsykur, ketóna, blóðmagnið, blóðkornahlutfallið, kólesteról og þvagsýru.  Einfalt tæki sem hentar öllum sem vilja fylgjast með gildunum sínum en sérstaklega hentugt fyrir sykursjúka.

Vottuð nákvæmni samkvæmt greiningu á rannsóknastofu er notuð til að mæla hvert blóðgildi með örsmáum blóðdropa af mikilli nákvæmni á nokkrum sekúndum.

-Auglýsing-

Innbyggð þráðlausri tækni (Bluetooth) sendir gögn í snjallsíma eða spjaldtölvu með iFORA appinu. Fyrir þá sem eru á ketó mataræði er hægt að fá glúkósa ketóna stuðulinn (GKI) í IFORA appinu til að sjá hvar viðkomandi stendur í ketósunni.  Einnig er hægt að senda niðurstöður sjúklinga til viðkomandi læknis.

Hemoglobin (Hb)

Hb er prótein sem er í rauðu blóðkornunum og það ferðast með súrefni. Hb er það sem gefur blóðinu rauða litinn. Ef það mælist undir viðmiðunargildum þá er viðkomandi talinn vera með járnskortsblóðleysi því það er skilgreint sem minnkun á Hb styrk.

HKT eða Hct (hematókrít/blóðkornahlutfall)

- Auglýsing-

Hematókrít er rúmmálshlutfall (rúmmál%) rauðra blóðkorna í blóði.  Mælingin fer eftir fjölda og stærð rauðra blóðkorna. Tilgangur rauðra blóðkorna er að flytja súrefni frá lungum til líkamsvefa, gefur rúmmálsprósenta rauðra blóðkorna tilvísun um getu okkar til að flytja súrefni. Hematókrít gildi sem eru of há eða of lág geta bent til blóðsjúkdóma, ofþornunar eða annarra sjúkdóma. Óeðlilega lágt blóðkornahlutfall getur bent til blóðleysis, lækkunar á heildarmagni rauðra blóðkorna, en óeðlilega hátt blóðkornahlutfall kallast rauðkornadreyri (Polycythemia).

Blóðsykur

Alla jafnan á sykurmagn í blóði að haldast nokkuð stöðugt. Fullkomið kerfi líkamans sér um að halda því í jafnvægi. Almennt er miðað við að styrkur blóðsykurs sé um 4-6 mmól/L.

Til eru tvær tegundir sykursýki
Tegund 1 er insúlínháð sykursýki og tegund 2 er gjarnan nefnd insúlínóháð sykursýki. Tegund 1 greinist oftast á barns- eða unglingsaldri, þó þeim tilvikum fari fjölgandi þar sem fullorðnir greinast með tegund 1. Um 90% einstaklinga með tegund 2 af sykursýki eru í yfirþyngd. Talið er að u.þ.b. 10-15% sykursjúkra hafi tegund 1 og um 85-90% tegund 2. Hár blóðsykur getur valdið skemmdum á hjarta og æðakerfi, augum, nýrum og taugum.

Ketónar

Ketónblóðsýring er lífshættulegt ástand sem getur skapast hjá þeim sem eru með insúlínháða sykursýki. Sjúklingar sem hafa sykursýki af gerð 2 fá ekki ketónblóðsýringu, en hjá þeim getur hins vegar komið upp annars konar lífshættulegt ástand sem kallast hyperosmolar nonketotic coma.

Hver er orsök ketónblóðsýringar?

Insúlínskortur hjá sjúklingum með insúlínháða sykursýki veldur því að líkaminn fer að brjóta niður fitu í auknum mæli til að ná sér í orku. Hlutverk insúlíns í líkamanum er að stuðla að flutningi á sykri úr blóðinu og til frumanna sem þá geta nýtt sér hann sem orku. Ef skortur er á insúlíni fer líkaminn að brjóta niður fitu í auknum mæli. Við það myndast aukið magn efna sem kallast ketónar. Afleiðingin er því hækkaður blóðsykur og ketónar, sem eru súrir, valda því að blóðið súrnar. Líkaminn reynir að losa sig við þessi efni í gegnum nýrun og magn þeirra hækkar því í þvagi. Auk þess reynir líkaminn að losa sig við aukið sýrumagn í blóðinu með því að auka öndunartíðni. Auk sykursins sem skolast út með þvaginu fylgir með mikið magn af vatni og salti sem leiðir til mikils vökva- og saltskorts í líkamanum.

Ketónblóðsýring er oft fyrsta einkenni um að einstaklingur er að þróa með sér insúlínháða sykursýki. Hjá þeim sem gengið hafa með sjúkdóminn í einhvern tíma, getur ketónblóðsýring verið merki um að auka þurfi insúlíngjafir vegna aukinna þarfa. Insúlínþörf eykst hjá þessum sjúklingum við ýmsar aðstæður s.s. við sýkingar, veikindi eða ef þeir verða fyrir slysum eða öðru álagi svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur ketónblóðsýring orsakað orkuleysi, því oft á tíðum minnkar matarlyst vegna veikinda eða sjúklingur hefur misst úr máltíð.

Ketónblóðsýring er lífshættulegt ástand. Því er mjög mikilvægt fyrir sjúkling með insúlínháða sykursýki sem finnur fyrir þessum einkennum að leita strax læknishjálpar.

- Auglýsing -

Ketó mataræði

Ef þú ert á ketó mataræðinu, þá er rétt að hafa í huga að ketónar eru orkugjafar fyrir líkamann þegar skortur er á glúkósa.  Glucose Ketone Index (GKI) eða Glúkósa ketóna stuðull er skilvirk leið til að fylgjast almennt með heilsu sinni.  því er gott að vera meðvitaður hvert gildið er fyrir GKI.

Þar sem streita, fasta eða fiturík máltíð getur haft áhrif á eina mælingu, þá gefur ein mæling ekki nákvæma stöðu þína.  GKI tekur hins vegar saman glúkósa og ketónmagn hlutfall í blóði til að fá fullkomnari mynd.

Til dæmis, þó að það sé ákjósanlegt ketónmagn fyrir þyngdartap, getur hár blóðsykur haft áhrif á heilsumarkmið þín og komið í veg fyrir að þú fáir fullan ávinning af ketósunni.

GKI sem þú leitast við að hafa fer eftir heilsufarmarkmiði þínu, en almennt er betra að hafa lægra GKI gildi. IFORA HM appið í snjalltækinu reiknar GKI sjálfvirkt út frá blóðsykurs og ketóna mælingu.

Kólesteról

Fora mælir kólesteról en mikilvægt er að þekkja gildin sín. Hækkað kólesteról er einn af þremur stóru áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdómum. Þess má geta að erfðir geta verið stór þáttur í háu kólesteróli.

Aðeins um Kólesteról
Kólesteról er ein tegund blóðfitu sem gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum. Allar frumur líkamans þurfa á því að halda fyrir eðlilega starfsemi. Vandamál skapast hins vegar þegar meira magn er af kólesteróli í blóði en líkaminn þarf. Lifrin myndar allt það kólesteról sem líkaminn þarfnast.

Hins vegar er einnig visst magn af kólesteróli í fæðunni. Það berst frá meltingarveginum til lifrarinnar og frá lifrinni berst það síðan til allra frumna líkamans með blóðinu, aðallega sem hluti af eðlisléttu fitupróteini (LDL: Low Density Lipoprotein). Ef meira kólesteról berst til vefja líkamans en frumurnar þurfa á að halda, hækkar LDL í blóðinu. Það getur þá síast inn í æðavegginn, hlaðist þar upp og valdið æðakölkun.

Til þess að líkaminn geti losað sig við það kólesteról sem frumur líkamans hafa notað, berst kólesterólið aftur til lifrarinnar með öðru fitupróteini, eðlisþungu fitupróteini, (HDL: High Density Lipoprotein). HDL er því oft kallað „góða kólesterólið“ því að það er á leiðinni aftur til lifrarinnar. Hún losar sig síðan við þetta kólesteról út í gallið og meltingarveginn. Því er verndandi að hafa hátt magn af HDL kólesteróli í blóði. Konur hafa að jafnaði hærra HDL en karlar og skýrir það að hluta til a.m.k. hvers vegna konur fá síður æðakölkun.

Kólesteról gildi sem eru mæld eru í sermi eða blóðvökva en mest allt kólesteról sest samt sem áður að í líkamsvef. Það myndast í öllum frumum en langmest er myndunin í lifrarfrumum og þar næst í þarmaþekju. Kólesteról er mikilvægt við myndun frumuhimna og myelínslíðra og úr því myndast sterahormón og gallsýrur.  Í plasma er kólesteról að finna í lípópróteinum, ýmist sem kólesteról eða bundið fitusýrum.

Þvagsýra (UA)

Þvagsýra er venjulegur þáttur í þvagi. Há gildi þvagsýru í blóði geta leitt til þvagsýrugigtar og tengjast öðrum sjúkdómum eins og sykursýki og myndun nýrnasteina. Þvagsýra er síðasta stig í niðurbroti púrína sem koma úr fæðu eða myndast við frumuniðurbrot. Flest dýr önnur en prímatar mynda svokallaða uricasa sem brjóta niður þvagsýru sem skilst út um nýru. Við eðlilegt sýrustig í líkamanum er þvagsýra á jónuðu formi sem úrat. Ef styrkur úrats eykst þá er hætta á ofmettun og kristallamyndun. Þeir sem vilja nálgast nánari upplýsingar um virkni Fora 6 mælisins er bent á heimasíðu Líftækni ehf sem er umboðsaðili. https://www.liftaekni.is/product/fora-6/

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-