-Auglýsing-

Fór í hjartastopp á fótboltaæfingu

Helga Sigríður Eiríksdóttir hefur starfað sem námsráðgjafi við FNV. Mynd af Facebook

Í síðustu viku var Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, á fótboltaæfingu með félögum sínum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, sem er ekki í frásögu færandi nema að því leyti að hún hné niður og fór í hjartastopp. Var henni veitt fyrsta hjálp sem fólst í hnoði, blæstri og notkun á stuðtæki. Frá þessu er sagt á feyki.is

Hún var flutt í kjölfarið með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur með sjúkraflugi í hjartaþræðingu á Landsspítalanum þar sem hún dvaldist í góðu yfirlæti þegar Feykir hafði samband við hana sl. laugardag. Hún segist ekki hafa fundið fyrir neinu áður, en í rannsóknum kom í ljós eitthvað sem virðist vera ör á hjartanu sem gefur til kynna að hún hafi fengið áfall einhvern tíma áður en ekki tekið eftir því. „Greinilega skagfirsku genin,“ segir Helga á léttu nótunum.

„Ég fann ekki fyrir neinu og þegar ég vaknaði gerði ég mér enga grein fyrir því sem á undan hafði gengið. Ekki búið að taka ákvörðun hvað verður hjá mér en ég fer í segulómun á mánudaginn [í gær] og kannski þarf ég að fá bjargráð en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. Einhverjar skemmdir eru á hjartanu en vonandi litlar.“

Helga segir að sér líði vel en er smá stressuð með hvað verður í framhaldinu. „Ef ég fæ bjargráð má ég væntanlega ekki spila fótbolta. Við samstuð gæti hann stuðað mig.

Ég myndi vilja koma fram þökkum til allra sem hjálpuðu mér, fótboltafélaganna, sjúkraflutningamanna, Kela [kennara] og auðvitað læknanna. Held að Sibbi hafi farið með mér í sjúkrabílnum sem mér fannst gott vegna þess að við vinnum saman,“ segir Helga og bætir því við að erfitt sé fyrir hana að muna eftir öllu, þar sem allt sé í þoku hjá henni.

Birt með leyfi frá Feykir.is.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-