-Auglýsing-

Fólk taki hjartalyfin sín áfram

Davíð O. Arnar yfirlæknir á hjartalækninga á Landspítala

Að undanförnu hefur verið töluverð umfjöllun um þá sem eru með undirliggjandi hjarta og æðasjúkdóma að þeir séu í meiri hættu en aðrir og að COVID-19 veiran fari verr með þá en aðra. Á sama tíma hefur jafnframt verið rætt um að sumar tegundir hjartalyfja gætu jafnvel haft áhrif til hins verra.

Mbl.is leitaði til Davíðs O. Arn­ar, yf­ir­lækn­is hjarta­lækn­inga á Land­spít­al­an­um sem seg­ir um­rædd lyf vera í flokki lyfja sem kall­ast ACE-heml­ar og angiotens­in-viðtaka­blokk­ar. Lyf­in eru meðal ann­ars notuð við háþrýst­ingi, hjarta­bil­un og af syk­ur­sjúk­um ein­stak­ling­um.

-Auglýsing-

„Þeir skipta þúsund­um hér­lend­is sem taka lyf af þess­um flokk­um, en til þeirra telj­ast meðal ann­ars lyf­in los­art­an, vals­art­an og ena­lapríl,“ seg­ir Davíð. Hef­ur þessi umræða leitt til nokk­urr­ar óvissu hjá þeim sem taka þessi lyf dag­lega um hvernig sé rétt að bregðast við.

Davíð seg­ir að þessi umræða sé áhuga­verð en bygg­ist aft­ur á móti ekki á traust­um vís­inda­leg­um gögn­um enn sem komið er. Þá hafa enn­frem­ur komið fram vís­bend­ing­ar sem benda til þess að um­rædd lyf geti jafn­vel dregið úr hættu á al­var­legri lungna­bólgu hjá þeim sem hafa smit­ast af COVID-19.

„Þegar COVID-19-far­ald­ur­inn lét sem hæst í Kína kom í ljós að marg­ir af þeim sem fengu al­var­lega sýk­ingu eða lét­ust af völd­um henn­ar höfðu und­ir­liggj­andi hjarta- og æðasjúk­dóma. Þar á meðal voru háþrýst­ing­ur og syk­ur­sýki en það eru ein­mitt þeir sjúk­ling­ar sem eru lík­leg­ast­ir til að nota lyf af þeim flokk­um sem voru nefnd­ir. Hins veg­ar eru þeir sem hafa hjarta­sjúk­dóma gjarn­an eldri og lík­legri til að hafa aðra al­var­lega sjúk­dóma sem gætu gert þá veik­ari fyr­ir al­var­legri kór­ónu­veiru­sýk­ingu af þeim sök­um,“ seg­ir Davíð.

Fólk taki lyf­in áfram

Davíð seg­ir að COVID-19 nýti sér svo­kölluð ACE2-viðtæki til að kom­ast inn í frum­ur lík­am­ans. Notk­un ACE-hemla og angiotens­in-viðtaka­blokka get­ur aukið tján­ingu ACE2-viðtækja á frumu­himn­um, sér í lagi í hjarta og heila, og þannig að mati sumra gert þá sem taka þessi lyf viðkvæm­ari fyr­ir smiti.

- Auglýsing-

„Það eru ekki vís­bend­ing­ar um aukn­ingu á ACE2-þéttni í sermi eða í lungna­vef. Það er sömu­leiðis margt á huldu um sam­spil ACE2-viðtækja, lyfj­anna og COVID-19-veirunn­ar og ekki hægt að full­yrða að þarna sé or­saka­sam­hengi. Þessi umræða hef­ur þó gengið svo langt að ein­hverj­ir hafa kallað eft­ir því að notk­un þessa lyfja verði stöðvuð meðan á far­aldr­in­um stend­ur,“ seg­ir Davíð.

Davíð seg­ir rétt að und­ir­strika að núna sé alls ekki ljóst hvort þessi lyf auki áhætt­una á sýk­ingu og í raun sé ekk­ert sem bein­lín­is sanni að svo sé.

„Það get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar að stöðva ACE-hemla eða angiotens­in 2-viðtaka­blokka hjá þeim sem eru að taka þessi lyf og get­ur það valdið snöggri versn­un á und­ir­liggj­andi sjúk­dómi. Fjöl­mörg alþjóðleg sam­tök hjarta­lækna hafa gefið út yf­ir­lýs­ing­ar þar sem hvatt er til þess að sjúk­ling­ar haldi áfram á þess­um lyfj­um þar sem það eru ekki nægi­leg rök til ann­ars sem stend­ur,“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að því sé fylgt hér­lend­is.

Þá séu ein­stak­ling­ar sem taki um­rædd lyf lík­leg­ast nú þegar í áhættu­hópi vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og hagi sér því lík­leg­ast í sam­ræmi við það.

Bæði hag­stæðar og óhag­stæðar kenn­ing­ar

Þá hafa einnig komið fram vís­bend­ing­ar um að angiotens­in 2-viðtaka­blokk­ar geti dregið úr hættu á al­var­legri lungna­bólgu í dýra­mód­eli sem hef­ur verið sýkt af SARS-CoV-veirunni sem er svipuð og sú sem veld­ur COVID-19.

Dýra­tilraun­ir benda til að þess að þessi lyf geti dregið úr bólgu­svari í lung­um og sum­ir lækn­ar meira að segja varpað því fram að þessi lyfja­flokk­ur kæmi til greina sem meðferð til að draga úr áhættu á al­var­legri lungna­bólgu í COVID-19-smiti. Þessi lyf hafa þó ekki verið prófuð hjá mönn­um sem eru sýkt­ir af COVID-19 og því eru þetta aðeins get­gát­ur á þessu stigi að sögn Davíðs.

Davíð seg­ir þess­ar vanga­velt­ur sýna hve hratt hlut­irn­ir ger­ist hvað varðar viðbrögð og rann­sókn­ir á mögu­legri meðferð við COVID-19-sýk­ingu.

„Það er vissu­lega mót­sögn í umræðunni um áhrif ACE-hemla og angiotens­in-viðtaka­blokka á Covid-19 þar sem önn­ur kenn­ing­in er óhag­stæð og hin hag­stæð. Þetta árétti jafn­framt að mikið af þeim gögn­um sem verið er að túlka varðandi Covid-19 geti verið tak­mörkuð og oft ófull­kom­in á þessu stigi. Við þurf­um að fara var­lega og passa okk­ur á því að mæla ekki með viðbrögðum eða meðferðum sem hafa ekki sannað gildi sitt, jafn­vel á erfiðum tím­um,“ seg­ir Davíð.

- Auglýsing -

Af vef Mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-