-Auglýsing-

Fólk ræði um líffæragjafir

Egvilgefa fbsharelogo thumb150 Sjálfboðaliðar úr röðum þingmanna og líffæraþega munu leggjast á eitt í dag til að hvetja fólk til að tala saman um líffæragjafir. Samtökin SÍBS standa fyrir átakinu „Ég vil gefa“ í þeim tilgangi, en markmiðið er að fá fólk til að segja sínum nánustu frá því hvort það vilji gerast líffæragjafar.

Sjálfboðaliðarnir verða í Kringlunni og í Smáralind frá kl. 10 til 18 í dag.

Fram kemur í tilkynningu að það sé staðreynd að Íslendingar séu eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að líffæragjöfum. „Það eru mun færri líffæragjafar á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. (Nema í Danmörku, þar er löggjöfin sú sama og hér heima) Oftar en ekki sitja ástvinir eftir i skugga nýorðins áfalls og þurfa að svara þeirri spurningu hvort að gefa megi líffæri úr nýlátnum ættingja,“ segir í tilkynningu.
Í sumar afhentu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn forseta alþingis undirskriftalista þar sem þeir hvöttu þingmenn til …

SÍBS berst fyrir því að lögum um líffæragjafir verði breytt. Samtökin segja aði í dag sé enginn líffæragjafi nema að viðkomandi hafi tekið það sérstaklega fram (ætluð neitun) andstætt því sem þekkist víða í Evrópu, þar sem allir séu sjálfkrafa líffæragjafar eftir sinn dag, nema að þeir hafi tekið annað sérstaklega fram (ætlað samþykki). Lagabreytingin hefði víðtæk áhrif, mundi m. a. stytta biðtíma líffæraþega og draga úr óvissu sem slíku fylgir. En fyrst og fremst auka lífsgæði þeirra, umtalsvert og í sumum tilfellum lengja líf þeirra sem þjást af erfiðum sjúkdómum

Nánar um átakið.

www.mbl.is 24.11.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-