-Auglýsing-

Fólk í ofþyngd ólíklegra til að deyja sökum hjartavandamála

Það að vera í yfirþyngd hefur yfirleitt verið talið auka hættuna á hjartasjúkdómum. En ný rannsókn gefur til kynna að fólk sem er að glíma viðhjartavandamál og er í yfirþyngd getur mögulega lifað lengur en þeir sem eru léttari. Þó þarf að hafa í huga að þessar niðurstöður má ekki túlka sem svo að offitu sé ekki hættuleg heilsunni á margan hátt.

Bandarískir vísindamenn hafa leitt í ljós að hættan á hjartaáfalli og dauða sökum hjartavandamála er meiri hjá þeim sem léttari eru, og dánarlíkurnar lægri hjá þyngra fólki.

Offita hefur tengsl við hærra magn af insúlíni í blóðinu, hærri blóðþrýsting, sykursýki og hærra kólestról. Þessar nýju fréttir gefa til kynna að það sé ákveðin „þversögn“ í gangi, sem þeir kalla „offitu þversögn“.

Ein útskýring á þessu getur verið að einstaklingar í ofþyngd séu líklegri til að vera á lyfjum við of háum blóðþrýstingi og of háu kólestróli og jafnvel á stærri skömmtum heldur en fólk í kjörþyngd. Þessir einstaklingar eru einnig líklegri til að fara í aðgerðir eins og hjáveitaðgerð, og hafa yfirleitt verið taldir með verri batalíkur sökum þyngdar. Aftur á móti hafa rannsóknir í auknum mæli sýnt að hærri BMI stuðull sé verndandi gegn dauðsfalli af sökum margra sjúkdóma, þrátt fyrir að þyngdin geti verið það sem valdi sjúkdómum, eða komi honum af stað til að byrja með.

Þessi nýja rannsókn, sem birt var í tímariti á vegum Mayo Clinic, leitaðist eftir að skoða ýmsar hugmyndir um líkamsfitu og skoða þessa „þversögn“ hvað hana varðar. Rannsakendur við State University í New York greindu 36 fyrri rannsóknir sem höfðu með mörg þúsund einstaklinga með hjartasjúkdóm að gera. Þeir sem voru með lágan BMI stuðul, sem var skilgreindur sem lægri en 20, voru í 1.8 til 2.7 sinnum meiri hættu á að fá hjartaáfall og deyja sökum hjartavandamála heldur en þeir sem voru með hærri BMI stuðul. Aftur á móti var hættan á dauða sökum hjartavandamála lægst hjá þeim sem voru í yfirþyngd, eða með háan BMI stuðul (25-30) miðað við fólk sem var með eðlilegan BMI stuðul (20-25). En það var fólk í mikilli offitu sem kom best út hvað þetta varðar. Dauðalíkur hjá þeim sem voru með BMI stuðul á bilinu 30-35 og hærra voru allt að 27% lægri en hjá þeim sem voru með BMI stuðul innan eðlilegra marka.

Yfirrannsakandi rannsóknarinnar var Dr. Abhishek Sharma, sem sagði að á þessu stigi væri aðeins hægt að velta fyrir sér ástæðum fyrir þessar þversögn en ekki væri hægt að fullyrða um neitt. Hann segir eina skýringu meðal annars geta verið að einstaklingar í yfirþyngd séu líklegri til að vera á lyfjum sem eru verndandi fyrir hjartað eins og beta-blokkara og statin lyf, og í hærri skömmtun heldur en þeir sem eru léttari taka.

- Auglýsing-

Þessir einstaklingar geta einnig verið með það sem kallast „efnaskipta varaforði“ (e. metabolism reserve) sem þýðir að hjartað á þeim eigi auðveldara með að ráða við aukið vinnuálag.

Dr. Sharma segir einnig að einstaklingar í ofþyngd eða sem glíma við offitu séu líklegri til að vera með stærri æðaskemmdir, sem er líklegra til að leiða af sér góða niðurstöðu heldur en litlar æðaskemmdir.

Sérfræðingur í offitu, Dr. Kamyar Kalantar-Zadeh, við Háskólann við California Irvine Medical Centre, var fenginn til að segja skoðun sína á rannsókninni og sagði hann að þó að undirliggjandi mekanismar þessarar „offitu þversagnar“ væru óþekktir, þá væri samræmi í gögnum varðandi þetta ótrúlegt. Það séu því góðar líkur á því að þessi gögn séu rétt líffræðilega. Hann bætir þó við að þessar rannsóknir gefi ekki ástæðu til að hundsa hætturnar sem fylgja offitu og að niðurstöðurnar megi ekki túlka sem tilraun til að gera lítið úr herferðum gegn offitu sem gerðarí þágu almennrar heilsu.

Þýtt og endusagt af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-