-Auglýsing-

Flugstjóri Iceland Express nauðlenti til að bjarga mannslífi

Því miður eru fréttir líklegri til að benda á hið neikvæða en hið jákvæða. Hugsanlega vegna þess að hið neikvæða vekur meiri athygli og er auðveldar í sölu. Einnig getur verið að fólk finni sig ekki knúið til að láta fjölmiðla vita af jákvæðri frétt. Ég hef lesið alltof mikið af neikvæðum fréttum af töfum Iceland Express vélar á Kastrup, en ekkert um þá jákvæðu frétt sem fylgir hetjudáð flugstjóra í ferðinni frá Barcelona. 

Manneskja fékk hjartaáfall um borð í vél Iceland Express á leiðinni frá Barcelona til Íslands í gær. Flugstjórinn mat ástandið það alvarlegt að hann ákvað að lenda vélinni í Basil í Sviss, til að manneskjan kæmist sem allra fyrst undir læknishendur, sem er hárrétt ákvörðun því að hver mínúta er dýrmæt þegar um hjartaáfall er að ræða. Þetta þýddi að vélinni þurfti að leggja yfir nótt, vegna þess að starfsmenn vélarinnar voru sprungnir á leyfilegum flugtíma yfir sólarhringinn.

Einhverjir farþegar mótmæltu og voru ósáttir við að flugvélinni væri lent, en aðrir farþegar sýndu meiri skilning. Um kvöldið fengu farþegar góðan kvöldverð í boði Iceland Express, fengu gistingu á lúxushóteli og síðan morgunverðarbuffát um morguninn. 

Ég hef kíkt eftir fréttum um þetta en engar séð, aðeins fréttir af fólkinu sem var í öngum sínum á Kastrup, og mér finnst rétt að benda á það að Iceland Express er að gera góða hluti. 

Eina vandamálið snýst kannski að upplýsingaöflun, en upplýsingar um komutíma og hvernig aðstandendur gætu náð sambandi við farþega var erfitt að finna. 

Þessi flugstjóri tók góða ákvörðun sem hann þarf að réttlæta, en ég vil bæta um betur og leyfa mér að hrósa honum fyrir snarræðið. Það þarf stundum hugrekki til að taka rétta ákvörðun, sérstaklega ef einhverjir snúast gegn henni. Ef einhver mér nástaddur fengi hjartaáfall í flugvél myndi ég vilja hafa svona flugstjóra við stýrið.

- Auglýsing-

Fréttin er tekin af bloggsíðu Hrannars Baldurssonar Don Hrannar de Breiðholt

www.don.blog.is 09.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-